Fótbolti

Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Catarina Macario í leik á móti íslenska landsliðinu fyrir nokkrum árum en hún reynir hér að komast framhjá þeim Glódísi Perlu Viggósdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.
Catarina Macario í leik á móti íslenska landsliðinu fyrir nokkrum árum en hún reynir hér að komast framhjá þeim Glódísi Perlu Viggósdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Getty/Robin Alam

Var einhver að segja að það sé ekki peningur í kvennafóboltanum? Framherji Chelsea og bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur nú fengið risasamning hjá Nike.

Catarina Macario skrifaði undir tíu milljón dollara skósamning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann.

Hún fær þó ekki þessar 993 milljónir borgaðar strax heldur á næstu tíu árum.

Macario er 25 ára gömul og fædd í Brasilíu en hefur spilað með bandarísku landsliðunum alla tíð eftir að hafa flutt til Bandaríkjanna tólf ára gömul.

Hún er með ellefu mörk í 25 A-landsleikjum fyrir Bandaríkin en tvö þeirra komu í 5-0 sigri á Íslandi í SheBelieves bikarnum í febrúar 2022.

Macario fór til Chelsea sumar 2023 og lék sinn fyrsta leik með Lundúnafélaginu í mars 2024. Hún var síðan með 11 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð þar sem Chelsea vann þrefalt eða ensku deildina, enska bikarinn og enska deildabikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×