Fótbolti

EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaða­menn og nammi frá Betu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri, Aron og Anton Brink hafa lent í ýmsu síðustu daga.
Sindri, Aron og Anton Brink hafa lent í ýmsu síðustu daga.

Þeir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson eru enn staddir í Sviss að elta íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Liðið á einn leik eftir í riðlinum gegn Norðmönnum en Ísland er á botninum í riðlinum án stiga.

Íslands er úr leik en liðið getur endað mótið á góðum nótum með sigri á Norðmönnum.

Í EM í dag var farið yfir framhaldið og rætt um viðtal sem Aron tók við Elísabetu Guðmundsdóttur landsliðsþjálfara Belga.

Hún mætti með nammi fyrir drengina og sló á létta strengi í viðtalinu. Þátturinn var tekinn upp við Saillon í Sviss þar sem bækistöðvar Belga eru.

En ferðin hjá þriggja manna teymi Sýnar tók óvænta beygju á sunnudaginn. Anton Brink ljósmyndari Sýnar og tökumaður teymisins veiktist illa og gerðist það í miðjum leik Íslands gegn Sviss, leik sem tapaðist 2-0.

Anton stóð sína plikt, komst í gegnum verkefnið en síðan eyddi hópurinn nóttinni á spítala í Thun. Anton varð síðan að fara í aðgerð og er á batavegi. Hér að neðan má sjá þátt dagsins.

Klippa: EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×