Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Of­boðs­lega fal­leg ber­skjöldun

„Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu.

Menning
Fréttamynd

Aðal­steinn og Elísa­bet selja í­búðina

Hjónin, Aðal­steinn Kjart­ans­son, aðstoðarrit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar, og Elísabet Erlendsdóttir, mMarkaðs- og vefstjóri Ekrunnar, hafa sett glæsilega íbúð við Langholtsveg á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Lífið


Fréttamynd

Fóru hringinn um Græn­lands­jökul á baki vinddreka: Brotin rif­bein, kynngimagnað sjónar­spil og ó­þægi­legt ná­vígi við ís­björn

Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki.

Ferðalög

Mest lesið

Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum

„Við erum ekki eitthvað eitt, þetta er alls konar,“ segir hinn 33 ára gamli uppistandari og útvarpsmaður Bolli Bjarnason. Móðir hans Jóna Hrönn Bolladóttir prestur greindist með krabbamein í september 2024 og segir Bolli að hann hafi upplifað breytt ástand innra með sér og tilfinningar sem hann þekkti ekki. Fjölskyldan heldur þó fast í jákvæðni og húmorinn.

Lífið
Fréttamynd

Krakkatían: Tölur, mýs og tón­list

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið
Fréttamynd

Julian McMahon látinn

Ástralski leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í vinsælum þáttaröðum á borð við Nip/Tuck og sem vondi læknirinn Dr Doom í Fantastic four, er látinn 56 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Quarashi á Lopa­peysunni: „Við erum synir Akra­ness“

Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass

Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst.

Gagnrýni
Fréttamynd

Var orðið að spurningu um líf og dauða

„Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Von­brigði að að­eins tvær konur komi fram á Kótelettunni

Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. 

Lífið
Fréttamynd

Sumar­legt grillsalat að hætti Hildar Rutar

Sumarið kallar á létta og litríka rétti sem kæta bragðlaukana. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér ljúffengu og matarmiklu barbecue kjúklingasalati sem hentar einstaklega vel á heitum sumardegi.

Lífið
Fréttamynd

Um­boðs­maður Jenner lést af slys­förum

Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað.

Lífið
Fréttamynd

„Því­líkur fílingur bara“

Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona og verðbréfamiðlari, birti í dag mynd af sér ásamt knattspyrnukempunni Eiði Smára Guðjohnsen í hringrásinni á Instagram. Þetta er fyrsta myndin sem Halla birtir opinberlega af þeim saman.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæ alltaf gæsa­húð af góðum texta“

Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. 

Lífið
Fréttamynd

Rósa og Hersir orðin for­eldrar

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eignuðust dreng þann 30. júní síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Ein­býli í Breið­holti úr smiðju Rutar Kára

Við Fremrastekk í Breiðholti stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús, reist árið 1968. Húsið var endurskipulagt og endurinnréttað árið 2014 af innanhúsarkitektinum Rut Káradóttur. Ásett verð eignarinnar er 189 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk sleppur ekkert auð­veld­lega frá mér“

„Ég hef einstakan sannfæringarkraft – ég get sannfært ótrúlegustu manneskjur um allskonar hluti,“ segir Sigurlaug Dröfn Bjarnardóttir, snyrtivörudrottning og stofnandi Reykjavík Makeup School, kímin þegar hún er spurð hvort hún búi yfir einhverjum leyndum hæfileikum.

Lífið