Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 14:58 Hér má sjá fjóra þingmenn úr hópnum auk Yu-Tien Hsu, frá utanríkisráðuneyti Taívans, í Tapei í morgun. AP/Utanríkisráðuneyti Taívans Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. Kínverjar héldu langar og umfangsmiklar heræfingar undan ströndum Taívans í kjölfar heimsóknar Pelosi. Þó heræfingunum hafi formlega lokið fyrr í vikunni, hefur kínverskum orrustuþotum daglega verið flogið inn í loftvarnarsvæði Taívans. Herskip hafa einnig greinst í kringum eyjuna í morgun, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Taívans. Sjá einnig: Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Þingmennirnir sem eru nú í Taívan tilheyra bæði Demókrata- og Repúblikanaflokknum og er hópurinn leiddur af öldungadeildarþingmanninum Ed Markey, sem er Demókrati, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aðrir í hópnum eru Aumua Amata Coleman Radewagen, fulltrúadeildarþingmaður Repúlbikanaflokksins frá amerísku Samóa, John Garamendi og Alan Lowenthal, sem báðir eru fulltrúadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá Kaliforníu, og Don Beyer, demókrati frá Virginíu. Hópurinn mun meðal annars hitta Tsai Ing-wen, forseti Taívans, og halda ferðalagi þeirra um Asía áfram á morgun. Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Kínverskum orrustuþotum og sprengjuflugvél flogið yfir Taívansundi.AP/Li Bingyu Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Sjá einnig: Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Ráðamenn í Kína saka Bandaríkjamenn um að reyna að ýta undir sjálfstæði í Taívan. Bæði með því að eiga í samskiptum við eyríkið og með því að selja Taívönum vopn. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki styðja það að Taívan lýsi formlega yfir sjálfstæði og að deilur ríkjanna eigi að leysa með friðsömum hætti. Bandaríkjamenn ætla að senda herskip og orrustuþotur í gegnum Taívan-sund á komandi vikum. Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. 9. ágúst 2022 13:10 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2. ágúst 2022 18:10 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Kínverjar héldu langar og umfangsmiklar heræfingar undan ströndum Taívans í kjölfar heimsóknar Pelosi. Þó heræfingunum hafi formlega lokið fyrr í vikunni, hefur kínverskum orrustuþotum daglega verið flogið inn í loftvarnarsvæði Taívans. Herskip hafa einnig greinst í kringum eyjuna í morgun, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Taívans. Sjá einnig: Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Þingmennirnir sem eru nú í Taívan tilheyra bæði Demókrata- og Repúblikanaflokknum og er hópurinn leiddur af öldungadeildarþingmanninum Ed Markey, sem er Demókrati, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aðrir í hópnum eru Aumua Amata Coleman Radewagen, fulltrúadeildarþingmaður Repúlbikanaflokksins frá amerísku Samóa, John Garamendi og Alan Lowenthal, sem báðir eru fulltrúadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá Kaliforníu, og Don Beyer, demókrati frá Virginíu. Hópurinn mun meðal annars hitta Tsai Ing-wen, forseti Taívans, og halda ferðalagi þeirra um Asía áfram á morgun. Auknar áhyggjur af innrás Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Kína eru mótfallnir því að Taívanar eigi í opinberum samskiptum við önnur ríki. Áhyggjur af mögulegri innrás Kínverja í Taívan hafa aukist á undanförnum árum. Sjá einnig: Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Taívan hefur staðið frammi fyrir mögulegri innrás frá Kína í áratugi. Undanfarin ár hafa þó orðið mikilvægar breytingar sitthvoru megin við Taívansund. Samhliða því að sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan, hefur geta herafla ríkisins dregist saman. Um þrjár milljónir manna eru í varalið herafla Taívans en meirihluti þeirra segist litla sem enga þjálfun hafa fengið. Kínverskum orrustuþotum og sprengjuflugvél flogið yfir Taívansundi.AP/Li Bingyu Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Sjá einnig: Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Ráðamenn í Kína saka Bandaríkjamenn um að reyna að ýta undir sjálfstæði í Taívan. Bæði með því að eiga í samskiptum við eyríkið og með því að selja Taívönum vopn. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki styðja það að Taívan lýsi formlega yfir sjálfstæði og að deilur ríkjanna eigi að leysa með friðsömum hætti. Bandaríkjamenn ætla að senda herskip og orrustuþotur í gegnum Taívan-sund á komandi vikum.
Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. 9. ágúst 2022 13:10 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2. ágúst 2022 18:10 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. 9. ágúst 2022 13:10
Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15
Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2. ágúst 2022 18:10