Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:11 Biden er í opinberri heimsókn í Tókýó í Japan. AP/David Mareuil Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam. Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam.
Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira