Reykjavík

Fréttamynd

Nær fjöru­tíu starfs­mönnum sagt upp á Hrafnistu

Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baron nýtist ekki sem sótt­kvíar­hótel

Hótel Baron við Barónsstíg mun ekki nýtast sem sóttkvíarhótel eftir að hótelið við Þórunnartún fyllist. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka árás á hótelstarfsmann í Reykjavik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás á hótelstarfsmann í Reykjavík í gærkvöldi. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en hún er sögð hafa upplýsingar um hann.

Innlent
Fréttamynd

Koma mjaldursins afar ó­venju­leg

Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn

Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.

Innlent
Fréttamynd

Dýrs­lega, fagra og villta Reykja­vík - vertu alltaf svona!

Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Grímulaus og í annarlegu ástandi

Lögregla var kölluð til rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna manns í annarlegu ástandi í verslun í miðborginni. Var tekið fram að maðurinn væri grímulaus og lögregla beðin um að vísa honum út þegar á staðinn var komið.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi

Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

300 milljóna gjaldþrot Orange Project

Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social

Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu hús Eiðs Smára og Ragnhildar

„Við erum mjög spennt og planið er að gera húsið aðeins upp áður en við flytjum. Við höfum alltaf heillast af Fossvoginum og svo skemmir það ekki að systir mín er búsett rétt hjá,“ segir Móeiður Lárusdóttir í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Stunginn í upphandlegg og einn í haldi

Karlmaður á fertugsaldri var stunginn í upphandlegginn inni á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í gærkvöldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Slegist á veitingastöðum og kaffihúsi

Nokkuð annríki var hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt en samkvæmt dagbók sinnti lögregla tveimur útköllum vegna slagsmála á veitingastöðum í miðborginni og einu vegna líkamsárásar á kaffihúsi.

Innlent
Fréttamynd

Slagsmál og læti á Sushi Social

Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið

Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir börðust um hverja íbúð í Þorpinu

Þorpið vistfélag hefur lokið úthlutun síðustu fimmtíu íbúða félagsins í Gufunesi í samstarfsverkefni félagsins og Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega fjórir umsækjendur voru um hverja íbúð sem úthlutað var en dregið var á milli þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjögur hand­tekin eftir rúnt á stolinni bif­reið

Lögreglan handtók í gær fjóra einstaklinga sem reyndust á stolinni bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Öll voru í annarlegu ástandi samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu og ökumaður undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Innlent