Sléttuvegur 11-13 Rannveig Ernudóttir skrifar 11. maí 2022 10:46 Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Píratar Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun