Sléttuvegur 11-13 Rannveig Ernudóttir skrifar 11. maí 2022 10:46 Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Píratar Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun