Er flokkunum sem vinna gegn Reykjavík treystandi til að stjórna Reykjavík? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. maí 2022 15:16 Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun