Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. maí 2022 15:19 Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Vísir/Sigurjón Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag. Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira