Fjölbreytt leiguhúsnæði Einar Þorsteinsson skrifar 11. maí 2022 14:47 Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun