Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar 18. nóvember 2025 19:01 Atvinnustefna stjórnvalda er nú til kynningar en markmiðið er að tryggja kröftugan vöxt útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þannig verður hægt að auka útflutningstekjur, stykja áfallaþol hagkerfisins og verja lífskjör þjóðarinnar. Þegar farið er yfir helstu áherslur atvinnustefnunnar kemur í ljós að Vestfirðir geta leikið viðamikið hlutverk í þessari mikilvægu vegferð. Stjórnvöld vilja leggja sérstaka áherslu á vöxt í matvælaframleiðslu, orkusæknum iðnaði, upplifun, heilsu og loftslagsmál. Allt eru þetta greinar sem standa sterkar á Vestfjörðum og geta vaxið enn frekar. Á Vestfjörðum verða til hágæða matvæli í rótgrónum sjávarútvegi, öflugu laxeldi og mjólkurframleiðslu. Útflutningstekjur þessara greina hlaupa á tugum milljarða á hverju ári og þegar hefur verið fjárfest fyrir tugi milljarða í uppbyggingunni. Og það er hægt að gera meira. Með betri samgöngum, hófsemi í gjaldtöku og skynsamlegri auðlindanýtingu er raunhæft að auka útflutningsverðmæti þessara greina um tugi milljarða á næstu árum. Þetta eru greinar sem skila að jafnaði hárri framleiðni og falla því vel að markmiðum atvinnustefnu stjórnvalda. Næstu ár gætu markað upphaf nýs vaxtarskeiðs í orkuframleiðslu á Vestfjörðum. Ef áætlanir orkufyrirtækja ganga eftir verður hafist handa við tvær vatnsaflsvirkjanir og eitt vindorkuver á næstu þremur til fimm árum en þetta eru Kvíslatunguvirkjun, Hvalárvirkjun og vindorkuverið í Garpsdal. Samanlagt gæti þessi uppbygging skilað allt að 175 MW af nýrri grænni orku inn á kerfið og kallað á fjárfestingar sem nema 40–50 milljörðum, auk nauðsynlegra framkvæmda í flutningskerfinu. Með þessu skapast raunhæfir möguleikar á að byggja upp orkufrekan iðnað í fjórðungnum. Sem dæmi má nefna að verið er að skoða fýsileika þess að koma upp gagnaveri í Bolungarvík sem myndi nýta glatvarma til húshitunar. Það gæti losað dýrmæta raforku sem annars væri notuð til húshitunar og hún gæti þá nýst í verðmætasköpun, lækkað húshitunarkostnað almennings og niðurgreiðsluþörf ríkisins. Á sama tíma eru tækifæri til uppbyggingar á iðnaði með nýtingu jarðhita á Gálmaströnd, Reykhólum, Drangsnesi og víðar. Þetta talar beint inn í áhersluna um ný atvinnutækifæri og jákvæða byggðaþróun. Á sviði upplifunar og heilsu standa Vestfirðir sterkt. Uppbygging Kerecis hefur sýnt hvað hugvit, þrautseigja og fullnýting sjávarafurða getur skilað miklum verðmætum. Félagið heldur áfram að byggja upp starfsemi sína og á sama tíma eru mikil tækifæri til að finna og þróa lífvirk efni úr hliðarafurðum sjávarútvegs og fiskeldis. Þessi starfsemi og þessi tækifæri falla vel að áherslunni um öflugan lífvísindaiðnað og vöxt þekkingargreina. Vestfirðir hafa einnig fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðkomustaður skemmtiferðaskipa og nú heimsækja fjórðunginn um tvö hundruð skip árlega. Búið er að fjárfesta töluvert í innviðum sem tengjast ferðaþjónustu og í pípunum eru stórar fjárfestingar á borð við baðlón, kláf, gistingu og aukna afþreyingu. Á sviði loftslagsmála hefur verið unnið mikilvægt starf þar sem Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Orkubú Vestfjarða hafa leitað að og fundið jarðhita sem mun draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Vestfirsk laxeldisfyrirtæki hafa einnig tekið stór skref í að draga úr losun með innleiðingu á landtengingum og rafhlöðum í starfsemi sinni með mikilvægum stuðningi frá Orkusjóði. Töluverð tækifæri liggja svo í landtengingum skemmtiferðaskipa á Ísafirði og með því að koma á beinum siglingum milli Ísafjarðar og Norður- Ameríku væri hægt að draga úr losun, lækka kostnað útflutningsfyrirtækja og minnka slit á vegum. Einn af styrkleikum Íslands er kraftmikið samfélag og öflugt atvinnulíf á Vestfjörðum. Fjórðungurinn er í stakk búinn til leggja sitt af mörkum til aukinnar verðmætasköpunar sem byggir á nýsköpun, hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnustefna stjórnvalda er nú til kynningar en markmiðið er að tryggja kröftugan vöxt útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þannig verður hægt að auka útflutningstekjur, stykja áfallaþol hagkerfisins og verja lífskjör þjóðarinnar. Þegar farið er yfir helstu áherslur atvinnustefnunnar kemur í ljós að Vestfirðir geta leikið viðamikið hlutverk í þessari mikilvægu vegferð. Stjórnvöld vilja leggja sérstaka áherslu á vöxt í matvælaframleiðslu, orkusæknum iðnaði, upplifun, heilsu og loftslagsmál. Allt eru þetta greinar sem standa sterkar á Vestfjörðum og geta vaxið enn frekar. Á Vestfjörðum verða til hágæða matvæli í rótgrónum sjávarútvegi, öflugu laxeldi og mjólkurframleiðslu. Útflutningstekjur þessara greina hlaupa á tugum milljarða á hverju ári og þegar hefur verið fjárfest fyrir tugi milljarða í uppbyggingunni. Og það er hægt að gera meira. Með betri samgöngum, hófsemi í gjaldtöku og skynsamlegri auðlindanýtingu er raunhæft að auka útflutningsverðmæti þessara greina um tugi milljarða á næstu árum. Þetta eru greinar sem skila að jafnaði hárri framleiðni og falla því vel að markmiðum atvinnustefnu stjórnvalda. Næstu ár gætu markað upphaf nýs vaxtarskeiðs í orkuframleiðslu á Vestfjörðum. Ef áætlanir orkufyrirtækja ganga eftir verður hafist handa við tvær vatnsaflsvirkjanir og eitt vindorkuver á næstu þremur til fimm árum en þetta eru Kvíslatunguvirkjun, Hvalárvirkjun og vindorkuverið í Garpsdal. Samanlagt gæti þessi uppbygging skilað allt að 175 MW af nýrri grænni orku inn á kerfið og kallað á fjárfestingar sem nema 40–50 milljörðum, auk nauðsynlegra framkvæmda í flutningskerfinu. Með þessu skapast raunhæfir möguleikar á að byggja upp orkufrekan iðnað í fjórðungnum. Sem dæmi má nefna að verið er að skoða fýsileika þess að koma upp gagnaveri í Bolungarvík sem myndi nýta glatvarma til húshitunar. Það gæti losað dýrmæta raforku sem annars væri notuð til húshitunar og hún gæti þá nýst í verðmætasköpun, lækkað húshitunarkostnað almennings og niðurgreiðsluþörf ríkisins. Á sama tíma eru tækifæri til uppbyggingar á iðnaði með nýtingu jarðhita á Gálmaströnd, Reykhólum, Drangsnesi og víðar. Þetta talar beint inn í áhersluna um ný atvinnutækifæri og jákvæða byggðaþróun. Á sviði upplifunar og heilsu standa Vestfirðir sterkt. Uppbygging Kerecis hefur sýnt hvað hugvit, þrautseigja og fullnýting sjávarafurða getur skilað miklum verðmætum. Félagið heldur áfram að byggja upp starfsemi sína og á sama tíma eru mikil tækifæri til að finna og þróa lífvirk efni úr hliðarafurðum sjávarútvegs og fiskeldis. Þessi starfsemi og þessi tækifæri falla vel að áherslunni um öflugan lífvísindaiðnað og vöxt þekkingargreina. Vestfirðir hafa einnig fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðkomustaður skemmtiferðaskipa og nú heimsækja fjórðunginn um tvö hundruð skip árlega. Búið er að fjárfesta töluvert í innviðum sem tengjast ferðaþjónustu og í pípunum eru stórar fjárfestingar á borð við baðlón, kláf, gistingu og aukna afþreyingu. Á sviði loftslagsmála hefur verið unnið mikilvægt starf þar sem Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Orkubú Vestfjarða hafa leitað að og fundið jarðhita sem mun draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Vestfirsk laxeldisfyrirtæki hafa einnig tekið stór skref í að draga úr losun með innleiðingu á landtengingum og rafhlöðum í starfsemi sinni með mikilvægum stuðningi frá Orkusjóði. Töluverð tækifæri liggja svo í landtengingum skemmtiferðaskipa á Ísafirði og með því að koma á beinum siglingum milli Ísafjarðar og Norður- Ameríku væri hægt að draga úr losun, lækka kostnað útflutningsfyrirtækja og minnka slit á vegum. Einn af styrkleikum Íslands er kraftmikið samfélag og öflugt atvinnulíf á Vestfjörðum. Fjórðungurinn er í stakk búinn til leggja sitt af mörkum til aukinnar verðmætasköpunar sem byggir á nýsköpun, hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun