Orkumál Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 30.8.2025 07:29 Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Íbúar í Grafarvogi mega gera ráð fyrir því að byrjað verði að hleypa aftur á heita vatninu til þeirra fyrir klukkan tíu í kvöld. Það muni gerast hægt og rólega fram á nótt og á þá að vera kominn á fullur þrýstingur aftur. Innlent 29.8.2025 16:48 Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Enn er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi í Reykjavík eftir að lögn við Vesturlandsveg bilaði í nótt. Grafarvogsbúar mega gera ráð fyrir að heitavatnsleysi fram á kvöld. Innlent 29.8.2025 10:38 „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðulostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Innlent 28.8.2025 22:56 Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Innlent 27.8.2025 12:02 Stefna á gervigreindarver við Húsavík Norðurþing hefur undirritað viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Viðskipti innlent 27.8.2025 10:48 Verndun vatns og stjórn vatnamála Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Skoðun 27.8.2025 10:01 Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Nú hillir loks undir það að Íslendingar auki orkuframleiðslu, þökk sé samhentri ríkisstjórn sem hefur markað um það skýra stefnu. Umræðan um aukna orkuframleiðslu hér á landi er mikil en meirihluti landsmanna virðist átta sig á mikilvægi þess að afla frekari orku fyrir sístækkandi þjóðfélag. Skoðun 26.8.2025 11:31 Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Íbúar í Skagafirði hafa verið án rafmagns síðan rétt fyrir klukkan tvö þegar vörubíll keyrði undir Rangárvallalínu 1 með þeim afleiðingum að hún leysti út. Engin slys urðu á fólki. Innlent 21.8.2025 14:41 Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Erlent 21.8.2025 11:55 Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Innlent 20.8.2025 16:47 Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18.8.2025 23:43 Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Innherjamolar 18.8.2025 13:18 Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Viðskipti innlent 18.8.2025 13:09 Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. Atvinnulíf 18.8.2025 07:01 Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 15.8.2025 19:36 Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Innlent 14.8.2025 10:40 Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Óprúttnir aðilar hrella nú landsmenn með því að hóta að rjúfa rafmagnið heima hjá þeim. Um er að ræða svikapóst sem viðskiptavinum Veitna og HS Veitna hefur borist sem varar við liðnum greiðslufresti á rafmagnsreikningnum. Innlent 13.8.2025 10:15 Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. Innlent 11.8.2025 12:47 Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Innlent 11.8.2025 09:29 Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. Erlent 9.8.2025 10:22 Heitavatnslaust í Laugardal Vegna bilunar er heitvatnslaust í Laugardal og næsta nágrenni og hefur verið síðan klukkan eitt eftir hádegi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Innlent 8.8.2025 15:39 Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. Innlent 7.8.2025 16:43 Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999. Viðskipti erlent 5.8.2025 08:39 Leikrit Landsvirkjunar Í síðustu viku stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála framkvæmdir Landsvirkjunar við Hvammsvirkjun. Íbúar höfðu krafist þess. Er þetta enn einn sigur fyrir þá og aðra sem andæfa yfirgangi Landsvirkjunar þar. Skoðun 5.8.2025 07:31 Gera langtímasamning um kaup á þotueldsneyti af íslensku nýsköpunarfyrirtæki Lúxemborgska félagið Luxaviation Group hefur undirritað viljayfirlýsingu við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Iðunni H2 um kaup á sjálfbæru þotueldsneyti frá og með árinu 2029. Forstjóri og stofnandi Iðunnar H2 segir að um sé að ræða tímamótasamkomulag. Innherjamolar 3.8.2025 13:10 Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós. Innlent 3.8.2025 11:59 Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Innlent 2.8.2025 23:00 Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Áttatíu ára afmælis Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum í Skagafirði verður minnst með samverustund sem hefst við virkjunina klukkan ellefu í fyrramálið, sunnudag. Eigandi virkjunarinnar, Orkusalan, stendur fyrir afmælisfögnuðinum, sem er hluti af hátíðardagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði. Innlent 2.8.2025 21:21 „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Innlent 1.8.2025 20:13 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 70 ›
Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 30.8.2025 07:29
Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Íbúar í Grafarvogi mega gera ráð fyrir því að byrjað verði að hleypa aftur á heita vatninu til þeirra fyrir klukkan tíu í kvöld. Það muni gerast hægt og rólega fram á nótt og á þá að vera kominn á fullur þrýstingur aftur. Innlent 29.8.2025 16:48
Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Enn er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi í Reykjavík eftir að lögn við Vesturlandsveg bilaði í nótt. Grafarvogsbúar mega gera ráð fyrir að heitavatnsleysi fram á kvöld. Innlent 29.8.2025 10:38
„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðulostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Innlent 28.8.2025 22:56
Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Innlent 27.8.2025 12:02
Stefna á gervigreindarver við Húsavík Norðurþing hefur undirritað viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Viðskipti innlent 27.8.2025 10:48
Verndun vatns og stjórn vatnamála Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Skoðun 27.8.2025 10:01
Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Nú hillir loks undir það að Íslendingar auki orkuframleiðslu, þökk sé samhentri ríkisstjórn sem hefur markað um það skýra stefnu. Umræðan um aukna orkuframleiðslu hér á landi er mikil en meirihluti landsmanna virðist átta sig á mikilvægi þess að afla frekari orku fyrir sístækkandi þjóðfélag. Skoðun 26.8.2025 11:31
Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Íbúar í Skagafirði hafa verið án rafmagns síðan rétt fyrir klukkan tvö þegar vörubíll keyrði undir Rangárvallalínu 1 með þeim afleiðingum að hún leysti út. Engin slys urðu á fólki. Innlent 21.8.2025 14:41
Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Erlent 21.8.2025 11:55
Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Innlent 20.8.2025 16:47
Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18.8.2025 23:43
Sektar Landsvirkjun um 1,4 milljarða vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið (SKE) komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið sektað Landsvirkjun, sem er í eigu ríkissjóðs, um 1,4 milljarða króna. Landsvirkjun segir ákvörðunina koma á óvart og mun kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Innherjamolar 18.8.2025 13:18
Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Viðskipti innlent 18.8.2025 13:09
Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. Atvinnulíf 18.8.2025 07:01
Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 15.8.2025 19:36
Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Innlent 14.8.2025 10:40
Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Óprúttnir aðilar hrella nú landsmenn með því að hóta að rjúfa rafmagnið heima hjá þeim. Um er að ræða svikapóst sem viðskiptavinum Veitna og HS Veitna hefur borist sem varar við liðnum greiðslufresti á rafmagnsreikningnum. Innlent 13.8.2025 10:15
Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. Innlent 11.8.2025 12:47
Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Innlent 11.8.2025 09:29
Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. Erlent 9.8.2025 10:22
Heitavatnslaust í Laugardal Vegna bilunar er heitvatnslaust í Laugardal og næsta nágrenni og hefur verið síðan klukkan eitt eftir hádegi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Innlent 8.8.2025 15:39
Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. Innlent 7.8.2025 16:43
Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999. Viðskipti erlent 5.8.2025 08:39
Leikrit Landsvirkjunar Í síðustu viku stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála framkvæmdir Landsvirkjunar við Hvammsvirkjun. Íbúar höfðu krafist þess. Er þetta enn einn sigur fyrir þá og aðra sem andæfa yfirgangi Landsvirkjunar þar. Skoðun 5.8.2025 07:31
Gera langtímasamning um kaup á þotueldsneyti af íslensku nýsköpunarfyrirtæki Lúxemborgska félagið Luxaviation Group hefur undirritað viljayfirlýsingu við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Iðunni H2 um kaup á sjálfbæru þotueldsneyti frá og með árinu 2029. Forstjóri og stofnandi Iðunnar H2 segir að um sé að ræða tímamótasamkomulag. Innherjamolar 3.8.2025 13:10
Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós. Innlent 3.8.2025 11:59
Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Innlent 2.8.2025 23:00
Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Áttatíu ára afmælis Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum í Skagafirði verður minnst með samverustund sem hefst við virkjunina klukkan ellefu í fyrramálið, sunnudag. Eigandi virkjunarinnar, Orkusalan, stendur fyrir afmælisfögnuðinum, sem er hluti af hátíðardagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði. Innlent 2.8.2025 21:21
„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Innlent 1.8.2025 20:13