Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar 18. nóvember 2025 16:03 Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun