Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 19. nóvember 2025 07:33 Einkatölvan og síðar internetið hafa valdið byltingu á mörgum sviðum samfélagsins. Í flestum tilvikum eru áhrifin jákvæð en þau fela líka í sér áskoranir. Margt af því sem börn geta gert í tölvu og á netinu getur valdið spennu, streitu og pirringi. Fyrsta áhyggjuefnið í þessum málaflokki voru tölvuleikir og áhrif þeirra á börn sérstaklega ef þau eru í leikjunum klukkutímunum saman á hverjum degi og jafnvel fram á nótt. Fljótlega kom í ljós að gengi barnsins í tölvuleikjum gat haft afgerandi áhrif á líðan þess. Gangi illa í leiknum geta börn orðið reið og pirruð en gangi vel framkallar það gleði og vellíðan. Staðfest hefur verið að óhófleg og stundum stjórnlaus skjánotkun dregur úr áhuga barna á námi og félagslífi í raunheimum. Skjánotkunin kemur jafnvel niður á tómstundum og samveru með fjölskyldu og vinum. Barn sem eyðir fimm tímum eða lengur á dag fyrir framan skjá er líklegra til að þróa með sér kvíðatengd vandamál en barn sem stundar fjölbreyttari afþreyingu þ.m.t. útiveru. Rannsóknarniðurstöður hafa hins vegar sýnt að hóflegur tími í tölvu og snjallsíma, til dæmis ein klukkustund á dag, hefur lítil sem engin áhrif á líðan barns. Hvar á farsíminn að vera meðan barnið er í skólanum? Þegar kemur að grunnskóla væri sennilega best að barnið skildi símann eftir heima. En foreldrar vilja eðlilega að barnið þeirra hafi síma á sér til að hægt sé að ná í það þegar á þarf að halda og einnig til að barnið geti látið vita af sér. Margir ef ekki flestir grunnskólar hafa sett reglur um símanotkun og sumir jafnvel bannað símana alfarið. Einhverjir skólar hafa hins vegar ekki sett neinar reglur. Eins og staðan er gilda því ýmist ólíkar reglur eða engar í skólum landsins. Þess vegna er nauðsynlegt að móta almennar reglur meðal annars svo börnum finnist þeim ekki mismunað milli skóla. Búast má við reglugerð í þessum efnum innan skamms frá barna- og menntamálaráðuneytinu. UNESCO hefur aftur á móti kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar orðið við þessu. Neikvæð áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga Bregðast þarf við allt of rúmu aðgengi yngstu barna og unglinga að samfélagsmiðlum. Annars værum við að bregðast þeim skyldum okkar að verja börn gegn skaðlegu efni á netinu og í ákveðnum samfélagsmiðlum sem mótaðir eru fyrir fullorðið fólk. Nokkrar af þeim þjóðum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við hafa þegar stigið ákveðin skref. Það eru skref sem ætluð eru til að vernda börn gegn hættum á netinu og neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla m.a. með því að setja lög og reglugerðir um aldurstakmörk. Íslendingar hafa sofið dálítið á verðinum í þessum efnum. Enda þótt hlutfall barna sem ekki hefur aldur til að vera á samfélagsmiðlum hafi eitthvað lækkað er það hlutfall enn allt of hátt. Á sumum miðlum hefur hlutfallið ekki lækkað neitt. Það er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar að taka utan um þessi mál. Tryggja þarf börnum og ungmennum nauðsynlega fræðslu um upplýsinga- og miðlalæsi (fjölmiðlalæsi, myndlæsi, gervigreindarlæsi o.fl.) þannig að þau geti notað netið, miðla og gervigreind á ábyrgan og uppbyggilegan hátt. Setja þarf viðeigandi aldurstakmörk með miðlægum hætti til að gæta samræmis og fylgja þeim eftir með fræðslu til foreldra, barnanna og samfélagsins í heild. Fræðsla er lykilatriði og ræða þarf við foreldra um síma- og samfélagsmiðlanotkun barna þeirra. Mótvægisaðgerðir – foreldrafræðsla Í mínum fyrri störfum sem sálfræðingur er það mín reynsla að þegar foreldrum er veitt ráðgjöf taka þeir henni vel og þiggja gjarnan leiðbeiningar. Stundum má skynja vanmátt þeirra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að skjá og samfélagsmiðlum. Í þeim tilfellum treysta foreldrar sér stundum ekki til að takmarka aðgang barna sinna af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra muni bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim skyndilega mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Mikilvægt er að setja reglur snemma í lífi barna og aðlaga þær síðan eftir aldri og þroska barnsins. En hér hjálpar einnig að hafa miðlægar reglur og reglubundna fræðslu og leiðbeiningar til foreldra. Fræðsla til unglinga felst í kennslu í að umgangast Netið af varúð, að þau vandi tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varist allar myndsendingar sem geta valdið skaða, jafnvel löngu seinna, misskilningi eða sárindum. Foreldrar eru hvattir til að setja reglur um hámarks skjánotkun, virða aldurstakmörk á samfélagsmiðla og fylgjast grannt með hvað börnin þeirra eru að skoða á Netinu. Hægt er að fara aðrar leiðir til að vernda börn gegn óæskilegu efni á Netinu. Netvarar eru tæki sem útiloka eitthvað af slíku efni en því miður er margt af stórhættulegu og skaðlegu efni sem börn eru óvarin fyrir. Skaðlegu og óæskilegu efni er laumað með duldum hætti inn á síður sem eru sérstaklega ætlaðar börnum t.d. í gegnum auglýsingar sem líta út fyrir að vera hannaðar fyrir börn. Auk þess er afar auðvelt að villast inn á síður sem börn eiga alls ekki erindi. Foreldrar eru í bestu stöðunni til að fræða börn sín um Netið og þeir einu sem eiga þess kost að fylgjast með netnotkun barna sinna frá degi til dags.Upplýst barn á aukna möguleika á að greina atferli og framkomu, hvað sé innan eðlilegra marka og hvað ekki. Barn sem fengið hefur tilheyrandi fræðslu þekkir frekar birtingarmyndir þess sem er óviðeigandi og skaðlegt og er líklegra til að leita til foreldra sinna fái það óviðeigandi tilboð eða athugasemdir á Netinu.Netið er orðið hluti af lífi okkar flestra og fæstir geta hugsað sér tilveruna án þess. Á Netinu er mikill fjölbreytileiki; fegurð, ljótleiki, gleði, sorg og allt þar á milli. Gott er að líkja Netinu við stórborg. Á ferðlagi um þessa stórborg, eins og aðrar, þarf leiðsögn og eftirlit. Við myndum ekki sleppa hendinni af barni í stórborg og það ætti einnig að gilda um Netið. Með fræðslu og eftirliti geta börnin glöð nýtt Netið til góðs og umfram allt umgengist það án þess að skaðast. Höfundur er sálfræðingur, alþingismaður og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Einkatölvan og síðar internetið hafa valdið byltingu á mörgum sviðum samfélagsins. Í flestum tilvikum eru áhrifin jákvæð en þau fela líka í sér áskoranir. Margt af því sem börn geta gert í tölvu og á netinu getur valdið spennu, streitu og pirringi. Fyrsta áhyggjuefnið í þessum málaflokki voru tölvuleikir og áhrif þeirra á börn sérstaklega ef þau eru í leikjunum klukkutímunum saman á hverjum degi og jafnvel fram á nótt. Fljótlega kom í ljós að gengi barnsins í tölvuleikjum gat haft afgerandi áhrif á líðan þess. Gangi illa í leiknum geta börn orðið reið og pirruð en gangi vel framkallar það gleði og vellíðan. Staðfest hefur verið að óhófleg og stundum stjórnlaus skjánotkun dregur úr áhuga barna á námi og félagslífi í raunheimum. Skjánotkunin kemur jafnvel niður á tómstundum og samveru með fjölskyldu og vinum. Barn sem eyðir fimm tímum eða lengur á dag fyrir framan skjá er líklegra til að þróa með sér kvíðatengd vandamál en barn sem stundar fjölbreyttari afþreyingu þ.m.t. útiveru. Rannsóknarniðurstöður hafa hins vegar sýnt að hóflegur tími í tölvu og snjallsíma, til dæmis ein klukkustund á dag, hefur lítil sem engin áhrif á líðan barns. Hvar á farsíminn að vera meðan barnið er í skólanum? Þegar kemur að grunnskóla væri sennilega best að barnið skildi símann eftir heima. En foreldrar vilja eðlilega að barnið þeirra hafi síma á sér til að hægt sé að ná í það þegar á þarf að halda og einnig til að barnið geti látið vita af sér. Margir ef ekki flestir grunnskólar hafa sett reglur um símanotkun og sumir jafnvel bannað símana alfarið. Einhverjir skólar hafa hins vegar ekki sett neinar reglur. Eins og staðan er gilda því ýmist ólíkar reglur eða engar í skólum landsins. Þess vegna er nauðsynlegt að móta almennar reglur meðal annars svo börnum finnist þeim ekki mismunað milli skóla. Búast má við reglugerð í þessum efnum innan skamms frá barna- og menntamálaráðuneytinu. UNESCO hefur aftur á móti kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar orðið við þessu. Neikvæð áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga Bregðast þarf við allt of rúmu aðgengi yngstu barna og unglinga að samfélagsmiðlum. Annars værum við að bregðast þeim skyldum okkar að verja börn gegn skaðlegu efni á netinu og í ákveðnum samfélagsmiðlum sem mótaðir eru fyrir fullorðið fólk. Nokkrar af þeim þjóðum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við hafa þegar stigið ákveðin skref. Það eru skref sem ætluð eru til að vernda börn gegn hættum á netinu og neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla m.a. með því að setja lög og reglugerðir um aldurstakmörk. Íslendingar hafa sofið dálítið á verðinum í þessum efnum. Enda þótt hlutfall barna sem ekki hefur aldur til að vera á samfélagsmiðlum hafi eitthvað lækkað er það hlutfall enn allt of hátt. Á sumum miðlum hefur hlutfallið ekki lækkað neitt. Það er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar að taka utan um þessi mál. Tryggja þarf börnum og ungmennum nauðsynlega fræðslu um upplýsinga- og miðlalæsi (fjölmiðlalæsi, myndlæsi, gervigreindarlæsi o.fl.) þannig að þau geti notað netið, miðla og gervigreind á ábyrgan og uppbyggilegan hátt. Setja þarf viðeigandi aldurstakmörk með miðlægum hætti til að gæta samræmis og fylgja þeim eftir með fræðslu til foreldra, barnanna og samfélagsins í heild. Fræðsla er lykilatriði og ræða þarf við foreldra um síma- og samfélagsmiðlanotkun barna þeirra. Mótvægisaðgerðir – foreldrafræðsla Í mínum fyrri störfum sem sálfræðingur er það mín reynsla að þegar foreldrum er veitt ráðgjöf taka þeir henni vel og þiggja gjarnan leiðbeiningar. Stundum má skynja vanmátt þeirra sérstaklega ef barnið hefur lengi haft óheftan og jafnvel eftirlitslausan aðgang að skjá og samfélagsmiðlum. Í þeim tilfellum treysta foreldrar sér stundum ekki til að takmarka aðgang barna sinna af ótta við að barnið bregðist illa við því. Sumir foreldrar óttast jafnvel að unglingar þeirra muni bregðast við með ofsa, eigi að fara að setja þeim skyndilega mörk hvað varðar skjá- og netnotkun. Mikilvægt er að setja reglur snemma í lífi barna og aðlaga þær síðan eftir aldri og þroska barnsins. En hér hjálpar einnig að hafa miðlægar reglur og reglubundna fræðslu og leiðbeiningar til foreldra. Fræðsla til unglinga felst í kennslu í að umgangast Netið af varúð, að þau vandi tjáskipti sín á samfélagsmiðlum og varist allar myndsendingar sem geta valdið skaða, jafnvel löngu seinna, misskilningi eða sárindum. Foreldrar eru hvattir til að setja reglur um hámarks skjánotkun, virða aldurstakmörk á samfélagsmiðla og fylgjast grannt með hvað börnin þeirra eru að skoða á Netinu. Hægt er að fara aðrar leiðir til að vernda börn gegn óæskilegu efni á Netinu. Netvarar eru tæki sem útiloka eitthvað af slíku efni en því miður er margt af stórhættulegu og skaðlegu efni sem börn eru óvarin fyrir. Skaðlegu og óæskilegu efni er laumað með duldum hætti inn á síður sem eru sérstaklega ætlaðar börnum t.d. í gegnum auglýsingar sem líta út fyrir að vera hannaðar fyrir börn. Auk þess er afar auðvelt að villast inn á síður sem börn eiga alls ekki erindi. Foreldrar eru í bestu stöðunni til að fræða börn sín um Netið og þeir einu sem eiga þess kost að fylgjast með netnotkun barna sinna frá degi til dags.Upplýst barn á aukna möguleika á að greina atferli og framkomu, hvað sé innan eðlilegra marka og hvað ekki. Barn sem fengið hefur tilheyrandi fræðslu þekkir frekar birtingarmyndir þess sem er óviðeigandi og skaðlegt og er líklegra til að leita til foreldra sinna fái það óviðeigandi tilboð eða athugasemdir á Netinu.Netið er orðið hluti af lífi okkar flestra og fæstir geta hugsað sér tilveruna án þess. Á Netinu er mikill fjölbreytileiki; fegurð, ljótleiki, gleði, sorg og allt þar á milli. Gott er að líkja Netinu við stórborg. Á ferðlagi um þessa stórborg, eins og aðrar, þarf leiðsögn og eftirlit. Við myndum ekki sleppa hendinni af barni í stórborg og það ætti einnig að gilda um Netið. Með fræðslu og eftirliti geta börnin glöð nýtt Netið til góðs og umfram allt umgengist það án þess að skaðast. Höfundur er sálfræðingur, alþingismaður og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun