Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar 19. nóvember 2025 10:02 Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða. Í þessu er fólgin þversögn - þversögnin er sú að stór hluti af þeim sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi - sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar. Þróunin síðan 2010 hefur verið hröð og í dag er svo komið að hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara. Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar. Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni. Ég hef flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrártjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og get fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir tónlistina okkar. Þessi þróun er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf tónlistinni okkar líf. Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi. Það er í raun og veru það sem túristarnir koma hingað til að sjá og upplifa í okkar yndislegu borg - en ekki hitt - sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar