Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:01 Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun