Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:01 Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun