Harmar að forsvarsmenn E-listans sjái ekki að sér og gangist við brotinu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. maí 2022 18:45 Birgitta Jónsdóttir sat á Alþingi á árunum 2009 til 2017, síðast fyrir Pírata. getty/giles clarke Fyrrverandi þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir segir að yfirkjörstjórn hafi engin lagaleg úrræði til að fella nafn hennar af E-listanum, Reykjavík - besta borgin. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórnum. Birgitta fundaði með yfirkjörstjórn í dag en eins og fram kom í frétt Vísis fyrr í dag mun yfirkjörstjórn vísa málinu til héraðssaksóknara. Birgitta segir sjálf að undirskrift hennar hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Birgitta fékk sjálf tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirkjörstjórn en í færslu á Facebook í dag segist hún harma að vera í vistarböndum á lista sem hún mun ekki kjósa og stóð aldrei til að kjósa. „Ég harma að málið sé á þeim stað að þeir sem bera ábyrgð á skjalafalsi sem og fölsun nafns inn á lista hafi ekki séð að sér og sýnt vilja til að gagnast við þessum broti. Slík vinnubrögð er ekki hægt að láta óafskipt, því er það niðurstaða fundarins að ég óskaði eftir að þetta væri sett í lögformlega rannsókn,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórn til að tryggja að svona lagað geti ekki átt sér stað. Ánægjuefni sé ef þetta mál verði til þess að úrbætur verði gerðar. „Það er mjög alvarlegt ef ferlar í kringum kosningar séu ekki hafnir yfir allan vafa, eins og raunin var í kringum síðustu Alþingiskosningar. Vegna þess hve mikilvægt að þessi ferli séu fagleg og séu traustsins verð finnst mér nauðsynlegt að bregðast við þessari stöðu,“ segir Birgitta. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Birgitta fundaði með yfirkjörstjórn í dag en eins og fram kom í frétt Vísis fyrr í dag mun yfirkjörstjórn vísa málinu til héraðssaksóknara. Birgitta segir sjálf að undirskrift hennar hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Birgitta fékk sjálf tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirkjörstjórn en í færslu á Facebook í dag segist hún harma að vera í vistarböndum á lista sem hún mun ekki kjósa og stóð aldrei til að kjósa. „Ég harma að málið sé á þeim stað að þeir sem bera ábyrgð á skjalafalsi sem og fölsun nafns inn á lista hafi ekki séð að sér og sýnt vilja til að gagnast við þessum broti. Slík vinnubrögð er ekki hægt að láta óafskipt, því er það niðurstaða fundarins að ég óskaði eftir að þetta væri sett í lögformlega rannsókn,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórn til að tryggja að svona lagað geti ekki átt sér stað. Ánægjuefni sé ef þetta mál verði til þess að úrbætur verði gerðar. „Það er mjög alvarlegt ef ferlar í kringum kosningar séu ekki hafnir yfir allan vafa, eins og raunin var í kringum síðustu Alþingiskosningar. Vegna þess hve mikilvægt að þessi ferli séu fagleg og séu traustsins verð finnst mér nauðsynlegt að bregðast við þessari stöðu,“ segir Birgitta.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira