Frístundastarfið í Reykjavík Bryngeir A. Bryngeirsson skrifar 10. maí 2022 13:16 Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íþróttir barna Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Íslandi bjóða almennt upp á víðfeðma og góða þjónustu. Sumir þættir þjónustunnar komast reglulega í umræðuna í kringum kosningar og mætti þar til dæmis nefna skólakerfið og félagsþjónustuna. Það er fátt eðlilegra en að ræða þau mikilvægu málefni og álitaefni sem snúa að þeim málaflokkum en því miður er það þó þannig að ekki allir málaflokkar komast að í umræðunni. Einn þeirra málaflokka sem verður oft út undan er frístundastarfið sem er einn af skærustu demöntunum í krúnu höfuðborgarinnar. Það er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi frístundastarfsins. Á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum borgarinnar er gríðarlega gott og mikið starf unnið. Þar eru upprennandi borgarar fræddir og slípaðir til í lýðræðislegum vinnubrögðum, samskiptafærni og samkennd svo eitthvað sé nefnt. Þetta frábæra starf fer svo fram undir handleiðslu hæfileikaríkra einstaklinga sem endurspegla dásamlega fjölbreytni mannlífsins í höfuðborginni. Til þess að bæta um betur þá fer starfið fram í vönduðu og faglegu umhverfi þar sem gæðaviðmið og verkferlar vísa veginn. Er þá enn ónefndur sá metnaður og sú þróun sem eiga sér stað á þessum vettvangi. Það er í raun engum ofsögum sagt að frístundastarfið í Reykjavík sé á heimsmælikvarða. Máli mínu til stuðnings bendi ég á þá miklu áherslu sem lögð er á barnalýðræði á frístundaheimilunum og þá góðu og fallegu þróun sem er að eiga sér stað með tilkomu Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar og skyldra verkefna. Sem reynslumikill fagmaður í frístundastarfinu tel ég ekki nokkurn vafa leika á því að öll börn eiga að geta notið starfseminnar óháð efnahagsstöðu. En því miður er staðan ekki sú. Efnaminni fjölskyldur sem þurfa að reiða á frístundakortið geta til að mynda ekki notað það til þess að greiða niður sumarstarf frístundaheimilanna. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum breyta þessu. Við viljum þróa frístundakortið áfram til þess að gera það skilvirkara þannig að það sinni betur þeim tilgangi sem til er ætlast. Við erum stolt af því dýrmæta starfi sem fram fer á frístundaheimilunum og í félagsmiðstöðvunum og við viljum gjarnan lyfta því á enn hærra stig á komandi kjörtímabili. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt frístundastarfi í Reykjavík. Höfundur skipar 8. sæti á lista VG í Reykjavík.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar