Borgarlínan er loftslagsmál Birkir Ingibjartsson og Ragna Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2022 11:45 Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar