Borgarlínan er loftslagsmál Birkir Ingibjartsson og Ragna Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2022 11:45 Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Sjá meira
Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun