Skoðun

Fáheyrð umræða komin á yfirborðið
Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum.

Er krónan Ponzi-svikamylla?
Íslenska krónan hefur um árabil verið skaðvaldur fyrir heimili, atvinnulíf og opinbera aðila vegna mikils vaxtakostnaðar, gengissveiflna og áhættu, sem að stórum hluta má rekja til smæðar krónunnar. Hún er eins og trilla á úthafi, sem hoppar og skoppar við hverja öldu á meðan evran er eins og stórt farþegaskip sem hreyfist ekki þrátt fyrir óveður.

Hvað má mangó kosta?
Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael.

Áratugur í borginni
Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16.

Um fjöldamorð og Íslamófóbíu
Afskiptaleysi vestrænna ríkja og fulltrúa þeirra og handbenda ásamt viðvarandi áhugaleysi á kröftugum aðgerðum til að fordæma og hindra óhugguleg fjöldadráp á börnum og konum í Palestínu má rekja til beint til Íslamófóbíunnar.

Gott að eldast á Vestfjörðum
Nú standa stjórnvöld fyrir vegferðinni „Gott að eldast“ þar sem tekið er utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti þar sem aðgerðaráætlun er fylgt eftir til að tryggja betri þjónustu við eldra fólk, meðal annars með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni.

Nú árið er liðið í aldanna skaut
Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september.

Frá rafmynt til gervigreindar
Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.

Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný
Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins.

Made in Germany
Einhver vissi af mér og kom þeirri hugmynd inn hjá stjórnendum Menntaskólans á Akureyri að ég gæti hugsanlega leyst af í þýskunni þetta árið meðan ein kennaranna færi í fæðingarorlof.

Þjálfun varnarviðbragða er dauðans alvara
Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum.

Hnignun menntakerfisins og rétturinn til að fullnýta hæfileika sína
Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða.

Er Kópavogsmódelið bakslag í jafnréttisbaráttunni?
Í Kastljósi í vikunni ræddi ég við framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins um Kópavogsmódelið og hvort þær breytingar sem við boðuðum í september 2023 séu bakslag í jafnréttisbaráttunni.

Sannleikurinn um Evrópsambandið II – 10 ríki bíða milli vonar og ótta eftir því að fá inngönu – 1 hefur beðið í 37 ár
Fyrir 10 dögum skrifaði ég fyrstu greinina undir fyrirsögninni „Sannleikurinn um Evrópusambandið I“. Nú kemur grein númer 2; II.

Lýðheilsuhugsjónin
Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks.

Ó, $ vors lands
Ríkisútvarpið hefur undanfarið birt efni sem tengist æskulýð og hersetu á Íslandi. Annarsvegar er um að ræða endurflutning á þáttaröðinni Hernámsæskan og hinsvegar efni frá Kviknyndasafni Íslands. Þetta rifjaði upp rúmlega sjö áratuga gamlan hrekk sem nokkrir menntaskólastrákar frömdu eina nótt í febrúar árið 1953 og Morgunblaðið túlkaði á sinn skáldlega hátt.

Staða barnafólks á Íslandi
Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi.

Hinn sorglegi sjálfsflótti
Grein Davíðs Bergmann um hvernig sé farið með þau sem flýja sjálf sig í dóp og vín, virkaði á ýmsa vegu í mér. En mest sem sorglegt vegna svo margs sem ég vitnaði og lærði um þetta mikla vandamál þegar ég var á landinu, og sé auðvitað hliðstæð vandamál hér.

Vegnir, metnir og léttvægir fundir
Ágætu félagar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ykkur traustið sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin og áratugina með því að hafa stutt mig til forystustarfa í Blaðamannafélaginu frá árinu 1990.

Framkvæmdir í minni húsfélögum
Við hjá Húseigendafélaginu fáum oft mál til okkar sem snúa að óformlegum ákvarðanatökum í húsfélögum og þýðingu þeirra. Koma þá upp spurningar hvort að aðrir eigendur hússins hafi samþykkt ákveðinn kostnað þrátt fyrir að ekki hafi verið haldinn formlegur húsfundur eins og lög um fjöleignarhús áskilja.

Grunnskólarnir okkar allra
Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk.

Börn með skólatöskur
Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo:

Að skilja eða skilja ekki erlenda gesti?
Sumir myndu kannski segja sem svo: „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún feli ekki einmitt í sér alhæfingu!

Ef vel væri stjórnað
ÞJÓÐNÝTING. Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar er gott að vera. Íbúarnir þurfa engin útsvör að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 ísl. Kr.) á ári á hvern mann.

Ein þjóð í einu landi
Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa.

Við Hamingjusama fólkið vs. Þau óhamingjusömu
„Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“

VG er týnd
Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is

Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi
Í könnun sem fyrirtækið Prósent gerði nýverið fyrir hlaðvarpið Bakherbergið kom fram að þrátt fyrir langvinna himinháa vexti og verðbólgu mælast heilbrigðismálin ennþá efst þeirra mála sem almenningur á Íslandi vill að stjórnmálaflokkar einblíni á. Niðurstöður könnunarinnar sem birtar voru á Facebook-síðu hlaðvarpsins sýndu að 59% nefna heilbrigðismálin en 51% efnahagsmál, 47% verðbólgu og 41% húsnæðis- og lóðamál.

Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?

Hvað kostar stöðugleikinn?
Þegar hið svokallaða SALEK samkomulag var undiritað árið 2015 var leitast við að mynda stöðugleika á almennum vinnumarkaði og þá helst gagnvart almennu starfsfólki en á þeim tímapunkti lifði stór hluti þjóðarinnar undir fátækramörkum sökum afleiðinga efnahagshrunsins árið 2008.