Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 31. maí 2025 14:31 Sumarið 2025 er staðan sú að í óvenjumörgum löndum er verið að fremja stríðsglæpi. Flest þeirra eru í fjarlægum löndum sem eru þjökuð af blóðugri nýlendustefnu og aldalangri fátækt og misskiptingu. Oftast eru þetta lönd sem Ísland á í litlum sem engum beinum samskiptum við og hver sem þar er fæddur myndi eiga í stökustu vandræðum með að ferðast til Íslands, hvort sem hann hefur tekið þátt í stríðsglæpum eða ekki. En á þessu eru undantekningar og sú nærtækasta er Rússland. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu brugðust íslensk stjórnvöld fljótt við, bönnuðu rússneska flugumferð í lofthelgi Íslands og lokuðu fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata og viðskiptamanna. Rússneskir námsmenn og ferðamenn geta enn ferðast til Íslands en þurfa eftir sem áður að sækja um vegabréfsáritun. Auðvitað eru fá lög eða eftirlit svo skilvirk að þau virki 100% en engu að síður ættu starfsmenn íslenskra hótela að geta verið nokkuð öruggir um að þurfa ekki að koma með room service til mannanna sem pyntuðu úkraínsku fréttakonuna Viktoriiu Roshchyna til bana. Ferðamenn frá Ísrael geta hins vegar dvalið á Íslandi í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar. Það tekur rúma 12 klukkutíma að fljúga frá Ísrael til Íslands með einni millilendingu og íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit með komum ísraelskra ferðamanna til landsins, þrátt fyrir skipulagða útrýmingarherferð ísraelska ríkisins gegn Palestínufólki á Gaza. Herferð sem um hálf milljón Ísraela á aldrinum 18-40 ára hefur tekið virkan þátt í síðastliðin tvö ár. Þetta er ekki fólk sem þekkist á útliti sínu. Það er ekki með rauð augu, blóðþyrst glott á harðneskjulegum vörum eða hendur sem bera það með sér að hafa valdið þjáningum. Þetta er fólk eins og þú og ég sem undir öðrum kringumstæðum, fætt í öðru landi eða á öðrum tíma, hefði að öllum líkindum lifað nokkuð meinlausu lífi. Það á krúttlegar barnamyndir úr æsku sinni, það brosir til vina sinna og vinnur vinnuna sína milli herþjónustutímabila. En þetta er samt fólk sem hefur framið stríðsglæpi, fólk sem tilheyrir þjóðfélagi sem er að fremja þjóðarmorð. Það þýðir að þetta fólk hefur ekki þurft að taka afleiðingum gjörða sinna heldur hefur því verið hampað. Myndböndin sem það tók af gjörðum sínum hafa fengið hjörtu og læk á samfélagsmiðlum. Verið spiluð við góðar undirtektir í spjallþáttum í sjónvarpi. Uppskorið hlátur og fögnuð. Fréttaflutningur á íslensku af gjörðum ísraelska hersins hefur ekki gefið mikinn gaum að einstaka gjörðum í þeirri holskeflu eyðileggingar sem hefur riðið yfir Gaza. Því getur skeð að almenningur og jafnvel stjórnmálamenn átti sig ekki fyllilega á því hvað um er að ræða. Dauðinn og eyðileggingin á Gaza eru að mestu tilkomin vegna sprengjuárása úr lofti á hús og tjöld. En sú mynd, af hermanni sem ýtir á takka og sér aldrei fólkið sem hann drepur, jafn skelfileg og hún er, nær samt ekki utan um það hvað þessir hermenn hafa gert. Hér kemur því listi (sem ekki er ætlað að vera tæmandi) yfir þær gjörðir sem ísraelskur hermaður sem dettur í hug að fara í frí á Íslandi getur hafa framið: Kveikt í heimilum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Jafnað heimili almennra borgara við jörðu með stórvirkum vinnuvélum og tekið af því fyndna mynd Stolið eigum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Klætt sig upp í nærföt palestínskra kvenna og tekið af því fyndna mynd Bútað niður leikföng palestínskra barna og tekið af því fyndna mynd Sprengt háskóla og tekið af því skemmtilegt myndband Horft á hunda rífa í sig lík og tekið af því skemmtilegt myndband Niðurlægt stríðsfanga á aldrinum 10-80 ára og tekið af því fyndna mynd Æft sig að skjóta í mark með andlitsmynd myrtrar fréttakonu Eyðilagt lækningatæki á sjúkrahúsum með skotvopnum Tekið allar sængur og teppi af fólki í sjúkrahúsum og kveikt í þeim Kveikt í sjúkrahúsum Mölvað andlitin á dýrlingastyttum í kaþólskri kirkju Sprengt moskur Ekið yfir fólk á jarðýtu Ekið yfir fólk á skriðdreka Hópnauðgað stríðsföngum Pyntað lækna og hjúkrunarfræðinga Troðið klósettbursta upp í stríðsfanga Gengið í skrokk á stríðsföngum, allt niður í 16 ára gömlum Sigað hundum á stríðsfanga Rústað grafreitum með stórvirkum vinnuvélum Skotið lögreglumenn Tekið sjúkraflutningamenn við störf af lífi Stýrt drápsdróna inn á spítala til þess að myrða blaðamann í sjúkrarúmi Horft á fyrirbura í sjúkrakassa á tómum spítala eftir rýmingu, gengið í burtu og skilið þá eftir til að deyja Skotið börn undir 12 ára aldri í höfuðið á færi Skotið barnshafandi konur í kviðinn Atriðin á listanum eru fengin úr myndböndum sem ísraelskir hermenn hafa sjálfviljugir tekið upp og dreift í opnum aðgangi, úr vitnisburðum lækna sem hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi á Gaza og skýrslum palestínskra, ísraelskra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka. Um er að ræða fólk sem hefur stigið yfir þá siðferðislínu sem bannar okkur að gera slíka hluti og í þokkabót hlotið fyrir það hrós, aðdáun og upphafningu. Þetta fólk er ekki í jafnvægi og það getur verið sjálfu sér og öðrum hættulegt. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að hefta för stríðsglæpamanna frá þjóðarmorðinu á Gaza til Íslands sumarið 2025, ekki frekar en til annarra landa í Evrópu. Til þess meta stjórnmálamenn pólitískt samband sitt við Ísrael of mikils. Og líf okkar og öryggi of lítils. Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sumarið 2025 er staðan sú að í óvenjumörgum löndum er verið að fremja stríðsglæpi. Flest þeirra eru í fjarlægum löndum sem eru þjökuð af blóðugri nýlendustefnu og aldalangri fátækt og misskiptingu. Oftast eru þetta lönd sem Ísland á í litlum sem engum beinum samskiptum við og hver sem þar er fæddur myndi eiga í stökustu vandræðum með að ferðast til Íslands, hvort sem hann hefur tekið þátt í stríðsglæpum eða ekki. En á þessu eru undantekningar og sú nærtækasta er Rússland. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu brugðust íslensk stjórnvöld fljótt við, bönnuðu rússneska flugumferð í lofthelgi Íslands og lokuðu fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata og viðskiptamanna. Rússneskir námsmenn og ferðamenn geta enn ferðast til Íslands en þurfa eftir sem áður að sækja um vegabréfsáritun. Auðvitað eru fá lög eða eftirlit svo skilvirk að þau virki 100% en engu að síður ættu starfsmenn íslenskra hótela að geta verið nokkuð öruggir um að þurfa ekki að koma með room service til mannanna sem pyntuðu úkraínsku fréttakonuna Viktoriiu Roshchyna til bana. Ferðamenn frá Ísrael geta hins vegar dvalið á Íslandi í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar. Það tekur rúma 12 klukkutíma að fljúga frá Ísrael til Íslands með einni millilendingu og íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit með komum ísraelskra ferðamanna til landsins, þrátt fyrir skipulagða útrýmingarherferð ísraelska ríkisins gegn Palestínufólki á Gaza. Herferð sem um hálf milljón Ísraela á aldrinum 18-40 ára hefur tekið virkan þátt í síðastliðin tvö ár. Þetta er ekki fólk sem þekkist á útliti sínu. Það er ekki með rauð augu, blóðþyrst glott á harðneskjulegum vörum eða hendur sem bera það með sér að hafa valdið þjáningum. Þetta er fólk eins og þú og ég sem undir öðrum kringumstæðum, fætt í öðru landi eða á öðrum tíma, hefði að öllum líkindum lifað nokkuð meinlausu lífi. Það á krúttlegar barnamyndir úr æsku sinni, það brosir til vina sinna og vinnur vinnuna sína milli herþjónustutímabila. En þetta er samt fólk sem hefur framið stríðsglæpi, fólk sem tilheyrir þjóðfélagi sem er að fremja þjóðarmorð. Það þýðir að þetta fólk hefur ekki þurft að taka afleiðingum gjörða sinna heldur hefur því verið hampað. Myndböndin sem það tók af gjörðum sínum hafa fengið hjörtu og læk á samfélagsmiðlum. Verið spiluð við góðar undirtektir í spjallþáttum í sjónvarpi. Uppskorið hlátur og fögnuð. Fréttaflutningur á íslensku af gjörðum ísraelska hersins hefur ekki gefið mikinn gaum að einstaka gjörðum í þeirri holskeflu eyðileggingar sem hefur riðið yfir Gaza. Því getur skeð að almenningur og jafnvel stjórnmálamenn átti sig ekki fyllilega á því hvað um er að ræða. Dauðinn og eyðileggingin á Gaza eru að mestu tilkomin vegna sprengjuárása úr lofti á hús og tjöld. En sú mynd, af hermanni sem ýtir á takka og sér aldrei fólkið sem hann drepur, jafn skelfileg og hún er, nær samt ekki utan um það hvað þessir hermenn hafa gert. Hér kemur því listi (sem ekki er ætlað að vera tæmandi) yfir þær gjörðir sem ísraelskur hermaður sem dettur í hug að fara í frí á Íslandi getur hafa framið: Kveikt í heimilum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Jafnað heimili almennra borgara við jörðu með stórvirkum vinnuvélum og tekið af því fyndna mynd Stolið eigum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Klætt sig upp í nærföt palestínskra kvenna og tekið af því fyndna mynd Bútað niður leikföng palestínskra barna og tekið af því fyndna mynd Sprengt háskóla og tekið af því skemmtilegt myndband Horft á hunda rífa í sig lík og tekið af því skemmtilegt myndband Niðurlægt stríðsfanga á aldrinum 10-80 ára og tekið af því fyndna mynd Æft sig að skjóta í mark með andlitsmynd myrtrar fréttakonu Eyðilagt lækningatæki á sjúkrahúsum með skotvopnum Tekið allar sængur og teppi af fólki í sjúkrahúsum og kveikt í þeim Kveikt í sjúkrahúsum Mölvað andlitin á dýrlingastyttum í kaþólskri kirkju Sprengt moskur Ekið yfir fólk á jarðýtu Ekið yfir fólk á skriðdreka Hópnauðgað stríðsföngum Pyntað lækna og hjúkrunarfræðinga Troðið klósettbursta upp í stríðsfanga Gengið í skrokk á stríðsföngum, allt niður í 16 ára gömlum Sigað hundum á stríðsfanga Rústað grafreitum með stórvirkum vinnuvélum Skotið lögreglumenn Tekið sjúkraflutningamenn við störf af lífi Stýrt drápsdróna inn á spítala til þess að myrða blaðamann í sjúkrarúmi Horft á fyrirbura í sjúkrakassa á tómum spítala eftir rýmingu, gengið í burtu og skilið þá eftir til að deyja Skotið börn undir 12 ára aldri í höfuðið á færi Skotið barnshafandi konur í kviðinn Atriðin á listanum eru fengin úr myndböndum sem ísraelskir hermenn hafa sjálfviljugir tekið upp og dreift í opnum aðgangi, úr vitnisburðum lækna sem hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi á Gaza og skýrslum palestínskra, ísraelskra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka. Um er að ræða fólk sem hefur stigið yfir þá siðferðislínu sem bannar okkur að gera slíka hluti og í þokkabót hlotið fyrir það hrós, aðdáun og upphafningu. Þetta fólk er ekki í jafnvægi og það getur verið sjálfu sér og öðrum hættulegt. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að hefta för stríðsglæpamanna frá þjóðarmorðinu á Gaza til Íslands sumarið 2025, ekki frekar en til annarra landa í Evrópu. Til þess meta stjórnmálamenn pólitískt samband sitt við Ísrael of mikils. Og líf okkar og öryggi of lítils. Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar