Af hverju byggjum við innan gróinna hverfa? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. júní 2025 07:03 Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun