Eins skýrt og það verður Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2025 13:02 Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun