NordAN: Vegið að norrænni forvarnarstefnu Siv Friðleifsdóttir skrifar 1. júní 2025 09:00 Um síðustu aldamót, nánar tiltekið í september árið 2000, leit NordAN dagsins ljós. Það eru samtök sem beita sér fyrir rannsóknum á sviði áfengismála, vilja vita hvað er rétt og hvað er rangt svo styðjast megi við staðreyndir þegar stefna í áfengismálum er mótuð. Markmiðið er að draga eftir því sem kostur er úr skaðlegri neyslu áfengis og annarra vímuefna. Samtökin sem aðild eiga að NordAN eiga það sameiginlegt að vera sjálfstæð, óháð ríkisvaldi og peningavaldi, svo aldrei þurfi að fara á milli mála að þau þjóni engum málstað öðrum en að verða samfélaginu til gagns með bættri lýðheilsu. Í NordAN er að finna samtök frá öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Íslensk forvarnarsamtök, sem eiga aðild að NordAN, standa ásamt fleirum að málþinginu «Flöggum fána lýðheilsu!-málþing um áfengi og lýðheilsu» í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þann 16. júní næst komandi kl.13-15 þar sem áskoranir í forvörnum verða ræddar. Þangað eru allir velkomnir þeim að kostnaðarlausu. Til fyrirmyndar á heimsvísu Fram til þessa hafa flest Norðurlandanna búið við áfengisstefnu sem á heimsvísu hefur þótt til fyrirmyndar og nægir þar að vísa í jákvæðar yfirlýsingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um hvernig Íslendingar hafi staðið að málum. Nú eru hins vegar blikur á lofti vegna ágengni markaðsafla sem lítið gefa fyrir rannsóknir og þar með staðreyndir og enn minna fyrir lýðheilsu. Þetta þekkjum við hér á landi en samsvarandi þróun á sér stað annars staðar. Varnaðarorð Við svo búið hafa sérfræðingar og aðrir sem komið hafa að lýðheilsumálum í þeim ríkjum sem NordAN tekur til, sent frá sér yfirlýsingu með varnaðarorðum sem beint er til stjórnvalda: «Við, sem höfum sérfræðiþekkingu á fjölbreyttu sviði, leggjum áherslu á mikilvægi þess að varðveita og styrkja kjarnann í hinu norræna áfengisstefnulíkani. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að huga vandlega að heilsufarslegum, efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi þess til langs tíma. Við skulum taka mið af árangri og fylkja okkur um stefnu sem verndar velferð og heilsu samfélaga okkar og dáðst er að um allan heim.» Varðveitum það sem vel er gert Í yfirlýsingunni segir að upp sé að renna ögurstund sem beri að bregðast við á ábyrgan hátt. Sjálf á ég aðild að yfirlýsingunni sem NordAN birti og fylgir hún hér í heild sinni. Hún er ekki löng en afdráttarlaus. Ljóst er að við sem varað höfum við andvaraleysi í þessum efnum hér á landi erum samstiga norrænum lýðheilsuöflum. Það yrði dapurlegt ef látið verður undan öflum sem hafa eigin ábata einan að leiðarljósi en bærum ekki gæfu til að varðveita það sem vel er gert. Verndarar norræna líkansins NordAN birtir yfirlýsingu okkar undir þessari fyrirsögn nú í maí 2025, en hún er svohljóðandi: Norðurlöndin hafa lengi verið sammála um að beita sér fyrir gagnreyndri áfengisstefnu; stefnu sem einkennist af ríkiseinkasölu, stýrðu framboði og markaðssetningu og skattastefnu sem miðar að því að draga úr áfengistengdum skaða. Með þessari stefnu hefur tekist að standa vörð um lýðheilsu og viðhalda grunni velferðar okkar. Samkvæmt WHO er neysla áfengis á mann talin áreiðanleg vísbending til þess að geta metið skaða sem rekja má til áfengis. Á Norðurlöndunum, sem eru með ríkiseinkasölu á smásölu áfengis, er neyslan talsvert undir meðaltali ESB27 sem er 11,0 lítrar af hreinu áfengi. Fyrir vikið tapa þessi lönd færri lífsárum vegna ótímabærra dauðsfalla og færri búa við áfengistengda sjúkdóma, meiðsli og annað sem rekja má til áfengsneyslu. Þetta endurspeglar skilning á því að samfélagslegar ráðstafanir - eins og þær sem ætlað er að hafa áhrif á áfengisneyslu - eru meðal árangursríkustu og hagkvæmustu aðferðanna til að draga úr byrði smitlausra sjúkdóma, eins og fram kemur í alþjóðlegri stefnu WHO um smitlausa sjúkdómabyrði og nýlegum alþjóðlegum yfirlýsingum. Nú er hins vegar runnin upp ögurstund sem krefst athygli og aðgerða. Nýleg þróun á Norðurlöndum vekur upp áhyggjur af mögulegu fráhvarfi frá þessu sannreynda og árangursríka líkani. Við, undirrituð, sem höfum áratuga reynslu af störfum sem snúa að lýðheilsu, áfengisstefnu og samfélagslegri velferð, viljum hér koma á framfæri áhyggjum okkar af nýlegri þróun mála. Finnland er nú að innleiða breytingar skref fyrir skref, sem saman leiða til verulegrar stefnubreytingar. Frá því að hafa hækkað leyfilegan styrk áfengis í matvöruverslunum úr 5,5% í 8% íhuga Finnar nú frekari aðgerðir eins og að leyfa vínsölu í matvöruverslunum og auka heimsendingarþjónustu. Einnig er möguleg yfirfærsla eftirlits með áfengisstefnu frá félags- og heilbrigðisráðuneytinu til efnahags- og atvinnumálaráðuneytisins áhyggjuefni. Slík aðgerð gefur til kynna breytta forgangsröðun frá lýðheilsusjónarmiðum til efnahagslegra og viðskiptatengdra sjónarmiða. Í Svíþjóð er tillagan um að heimila sölu áfengis á bújörðum sett fram sem leið til að styðja við ferðaþjónustu í dreifbýli og staðbundna framleiðendur, en þetta kæmi til með að veikja forsendur ríkiseinkasölun á innri markaði ESB/EES. Undantekningar sem hygla innlendum framleiðendum gætu grafið undan lagagrundvelli Systembolaget og hugsanlega leitt til aukins þrýstings á markaðsvæðingu. Noregur og Ísland hafa innleitt ýmsar breytingar á áfengisframboði sem hver um sig hefur áhrif. Uppsöfnuð áhrif þeirra geta smám saman breytt settum ramma sem hefur reynst árangursríkur við að vernda lýðheilsu. Þetta líkist í auknum mæli Jenga-leik, þar sem stjórnmálamenn fjarlægja einn lítinn bita í einu og trúa því að sjálf byggingin muni halda – þar til hún gerir það að lokum ekki. Það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem krefjast vandlegrar skoðunar og íhugunar. Stjórnmálamenn í hverju norrænu landi ættu að meta með gagnrýnum hætti samanlagðar afleiðingar þessara breytinga á lýðheilsu. Árangur lýðheilsuáætlana byggir að sjálfsögðu á því hverning við þær er staðið. Jafnvel smávægilegar tilslakanir geta smám saman grafið undan styrk og skilvirkni áfengisstefnu okkar. Stefnumótun á Norðurlöndum verður að taka mið af lýðheilsu, félagslegri velferð og gagnreyndum aðferðum, frekar en að láta stjórnast af efnahagslegum skammtímasérhagsmunum eða pólitískri hugmyndafræði. Sameiginleg sýn okkar ætti einnig að endurspegla víðtæk svæðisbundin markmið. Sameiginlegt markmið norrænu forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030, eins og lýst er í "Framtíðarsýn okkar 2030", er öflug framtíðarsýn. Öflug áfengisstefna stuðlar beint að félagslegri sjálfbærni samfélaga okkar, styður við jöfnuð í heilsu, dregur úr skaða og styrkir undirstöður velferðarríkisins. Við, sem höfum sérfræðiþekkingu á fjölbreyttu sviði, leggjum áherslu á mikilvægi þess að varðveita og styrkja kjarnann í hinu norræna áfengisstefnulíkani. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að huga vandlega að heilsufarslegum, efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi þess til langs tíma. Við skulum taka mið af árangri og fylkja okkur um stefnu sem verndar velferð og heilsu samfélaga okkar og dáðst er að um allan heim. Peter Allebeck, prófessor í félagslækningum við Karolinska Institutet, fyrrverandi framkvæmdastjóri sænska rannsóknarráðsins um heilsu, atvinnulíf og velferð (Svíþjóð) Sven Andréasson, prófessor í félagslækningum við Karolinska Institutet; fyrrverandi forseti INEBRIA, International Network on Brief Interventions for Alcohol and Other Drugs (Svíþjóð) Vytenis Andriukaitis, fyrrverandi framkvæmdastjóri heilbrigðis- og matvælaöryggis (Litháen) Bernt Bull, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í norska umhverfisráðuneytinu; embættismaður í heilbrigðis- og umönnunarráðuneytinu (áfengisdeild); lengi talsmaður lýðheilsustefnu (Noregur) Dag Endal, fyrrverandi verkefnastjóri á sviði áfengis, vímuefna og þróunar hjá FORUT; alþjóðlegur umsjónarmaður Drug Policy Futures (Noregur) Lars Fodgaard Møller, fyrrverandi verkefnastjóri áfengismála á svæðisskrifstofu WHO í Evrópu (Danmörk) Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ísland) Pekka Puska, fyrrverandi forstjóri Heilbrigðis- og velferðarstofnunarinnar; fyrrverandi þingmaður (Finnland) Geir Riise, stjórnarformaður Actis, fyrrverandi framkvæmdastjóri norska Læknafélaginu (Noregur) Gabriel Romanus, fyrrverandi félagsmálaráðherra; fyrrverandi forstjóri Systembolaget, sænsku ríkiseinkasölunnar á áfengi (Svíþjóð) Ingeborg Rossow, rannsóknarprófessor við norsku lýðheilsustofnunina (Noregur) Mariann Skar, forseti NordAN, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eurocare (Noregur) Markku Tervahauta, forstjóri Regionstyrelsen í Austur-Finnlandi; fyrrverandi forstjóri finnsku heilbrigðis- og velferðarstofnunarinnar (Finnland) Höfundur er fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Áfengi Netverslun með áfengi Siv Friðleifsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Um síðustu aldamót, nánar tiltekið í september árið 2000, leit NordAN dagsins ljós. Það eru samtök sem beita sér fyrir rannsóknum á sviði áfengismála, vilja vita hvað er rétt og hvað er rangt svo styðjast megi við staðreyndir þegar stefna í áfengismálum er mótuð. Markmiðið er að draga eftir því sem kostur er úr skaðlegri neyslu áfengis og annarra vímuefna. Samtökin sem aðild eiga að NordAN eiga það sameiginlegt að vera sjálfstæð, óháð ríkisvaldi og peningavaldi, svo aldrei þurfi að fara á milli mála að þau þjóni engum málstað öðrum en að verða samfélaginu til gagns með bættri lýðheilsu. Í NordAN er að finna samtök frá öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Íslensk forvarnarsamtök, sem eiga aðild að NordAN, standa ásamt fleirum að málþinginu «Flöggum fána lýðheilsu!-málþing um áfengi og lýðheilsu» í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þann 16. júní næst komandi kl.13-15 þar sem áskoranir í forvörnum verða ræddar. Þangað eru allir velkomnir þeim að kostnaðarlausu. Til fyrirmyndar á heimsvísu Fram til þessa hafa flest Norðurlandanna búið við áfengisstefnu sem á heimsvísu hefur þótt til fyrirmyndar og nægir þar að vísa í jákvæðar yfirlýsingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um hvernig Íslendingar hafi staðið að málum. Nú eru hins vegar blikur á lofti vegna ágengni markaðsafla sem lítið gefa fyrir rannsóknir og þar með staðreyndir og enn minna fyrir lýðheilsu. Þetta þekkjum við hér á landi en samsvarandi þróun á sér stað annars staðar. Varnaðarorð Við svo búið hafa sérfræðingar og aðrir sem komið hafa að lýðheilsumálum í þeim ríkjum sem NordAN tekur til, sent frá sér yfirlýsingu með varnaðarorðum sem beint er til stjórnvalda: «Við, sem höfum sérfræðiþekkingu á fjölbreyttu sviði, leggjum áherslu á mikilvægi þess að varðveita og styrkja kjarnann í hinu norræna áfengisstefnulíkani. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að huga vandlega að heilsufarslegum, efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi þess til langs tíma. Við skulum taka mið af árangri og fylkja okkur um stefnu sem verndar velferð og heilsu samfélaga okkar og dáðst er að um allan heim.» Varðveitum það sem vel er gert Í yfirlýsingunni segir að upp sé að renna ögurstund sem beri að bregðast við á ábyrgan hátt. Sjálf á ég aðild að yfirlýsingunni sem NordAN birti og fylgir hún hér í heild sinni. Hún er ekki löng en afdráttarlaus. Ljóst er að við sem varað höfum við andvaraleysi í þessum efnum hér á landi erum samstiga norrænum lýðheilsuöflum. Það yrði dapurlegt ef látið verður undan öflum sem hafa eigin ábata einan að leiðarljósi en bærum ekki gæfu til að varðveita það sem vel er gert. Verndarar norræna líkansins NordAN birtir yfirlýsingu okkar undir þessari fyrirsögn nú í maí 2025, en hún er svohljóðandi: Norðurlöndin hafa lengi verið sammála um að beita sér fyrir gagnreyndri áfengisstefnu; stefnu sem einkennist af ríkiseinkasölu, stýrðu framboði og markaðssetningu og skattastefnu sem miðar að því að draga úr áfengistengdum skaða. Með þessari stefnu hefur tekist að standa vörð um lýðheilsu og viðhalda grunni velferðar okkar. Samkvæmt WHO er neysla áfengis á mann talin áreiðanleg vísbending til þess að geta metið skaða sem rekja má til áfengis. Á Norðurlöndunum, sem eru með ríkiseinkasölu á smásölu áfengis, er neyslan talsvert undir meðaltali ESB27 sem er 11,0 lítrar af hreinu áfengi. Fyrir vikið tapa þessi lönd færri lífsárum vegna ótímabærra dauðsfalla og færri búa við áfengistengda sjúkdóma, meiðsli og annað sem rekja má til áfengsneyslu. Þetta endurspeglar skilning á því að samfélagslegar ráðstafanir - eins og þær sem ætlað er að hafa áhrif á áfengisneyslu - eru meðal árangursríkustu og hagkvæmustu aðferðanna til að draga úr byrði smitlausra sjúkdóma, eins og fram kemur í alþjóðlegri stefnu WHO um smitlausa sjúkdómabyrði og nýlegum alþjóðlegum yfirlýsingum. Nú er hins vegar runnin upp ögurstund sem krefst athygli og aðgerða. Nýleg þróun á Norðurlöndum vekur upp áhyggjur af mögulegu fráhvarfi frá þessu sannreynda og árangursríka líkani. Við, undirrituð, sem höfum áratuga reynslu af störfum sem snúa að lýðheilsu, áfengisstefnu og samfélagslegri velferð, viljum hér koma á framfæri áhyggjum okkar af nýlegri þróun mála. Finnland er nú að innleiða breytingar skref fyrir skref, sem saman leiða til verulegrar stefnubreytingar. Frá því að hafa hækkað leyfilegan styrk áfengis í matvöruverslunum úr 5,5% í 8% íhuga Finnar nú frekari aðgerðir eins og að leyfa vínsölu í matvöruverslunum og auka heimsendingarþjónustu. Einnig er möguleg yfirfærsla eftirlits með áfengisstefnu frá félags- og heilbrigðisráðuneytinu til efnahags- og atvinnumálaráðuneytisins áhyggjuefni. Slík aðgerð gefur til kynna breytta forgangsröðun frá lýðheilsusjónarmiðum til efnahagslegra og viðskiptatengdra sjónarmiða. Í Svíþjóð er tillagan um að heimila sölu áfengis á bújörðum sett fram sem leið til að styðja við ferðaþjónustu í dreifbýli og staðbundna framleiðendur, en þetta kæmi til með að veikja forsendur ríkiseinkasölun á innri markaði ESB/EES. Undantekningar sem hygla innlendum framleiðendum gætu grafið undan lagagrundvelli Systembolaget og hugsanlega leitt til aukins þrýstings á markaðsvæðingu. Noregur og Ísland hafa innleitt ýmsar breytingar á áfengisframboði sem hver um sig hefur áhrif. Uppsöfnuð áhrif þeirra geta smám saman breytt settum ramma sem hefur reynst árangursríkur við að vernda lýðheilsu. Þetta líkist í auknum mæli Jenga-leik, þar sem stjórnmálamenn fjarlægja einn lítinn bita í einu og trúa því að sjálf byggingin muni halda – þar til hún gerir það að lokum ekki. Það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem krefjast vandlegrar skoðunar og íhugunar. Stjórnmálamenn í hverju norrænu landi ættu að meta með gagnrýnum hætti samanlagðar afleiðingar þessara breytinga á lýðheilsu. Árangur lýðheilsuáætlana byggir að sjálfsögðu á því hverning við þær er staðið. Jafnvel smávægilegar tilslakanir geta smám saman grafið undan styrk og skilvirkni áfengisstefnu okkar. Stefnumótun á Norðurlöndum verður að taka mið af lýðheilsu, félagslegri velferð og gagnreyndum aðferðum, frekar en að láta stjórnast af efnahagslegum skammtímasérhagsmunum eða pólitískri hugmyndafræði. Sameiginleg sýn okkar ætti einnig að endurspegla víðtæk svæðisbundin markmið. Sameiginlegt markmið norrænu forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030, eins og lýst er í "Framtíðarsýn okkar 2030", er öflug framtíðarsýn. Öflug áfengisstefna stuðlar beint að félagslegri sjálfbærni samfélaga okkar, styður við jöfnuð í heilsu, dregur úr skaða og styrkir undirstöður velferðarríkisins. Við, sem höfum sérfræðiþekkingu á fjölbreyttu sviði, leggjum áherslu á mikilvægi þess að varðveita og styrkja kjarnann í hinu norræna áfengisstefnulíkani. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að huga vandlega að heilsufarslegum, efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi þess til langs tíma. Við skulum taka mið af árangri og fylkja okkur um stefnu sem verndar velferð og heilsu samfélaga okkar og dáðst er að um allan heim. Peter Allebeck, prófessor í félagslækningum við Karolinska Institutet, fyrrverandi framkvæmdastjóri sænska rannsóknarráðsins um heilsu, atvinnulíf og velferð (Svíþjóð) Sven Andréasson, prófessor í félagslækningum við Karolinska Institutet; fyrrverandi forseti INEBRIA, International Network on Brief Interventions for Alcohol and Other Drugs (Svíþjóð) Vytenis Andriukaitis, fyrrverandi framkvæmdastjóri heilbrigðis- og matvælaöryggis (Litháen) Bernt Bull, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í norska umhverfisráðuneytinu; embættismaður í heilbrigðis- og umönnunarráðuneytinu (áfengisdeild); lengi talsmaður lýðheilsustefnu (Noregur) Dag Endal, fyrrverandi verkefnastjóri á sviði áfengis, vímuefna og þróunar hjá FORUT; alþjóðlegur umsjónarmaður Drug Policy Futures (Noregur) Lars Fodgaard Møller, fyrrverandi verkefnastjóri áfengismála á svæðisskrifstofu WHO í Evrópu (Danmörk) Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ísland) Pekka Puska, fyrrverandi forstjóri Heilbrigðis- og velferðarstofnunarinnar; fyrrverandi þingmaður (Finnland) Geir Riise, stjórnarformaður Actis, fyrrverandi framkvæmdastjóri norska Læknafélaginu (Noregur) Gabriel Romanus, fyrrverandi félagsmálaráðherra; fyrrverandi forstjóri Systembolaget, sænsku ríkiseinkasölunnar á áfengi (Svíþjóð) Ingeborg Rossow, rannsóknarprófessor við norsku lýðheilsustofnunina (Noregur) Mariann Skar, forseti NordAN, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eurocare (Noregur) Markku Tervahauta, forstjóri Regionstyrelsen í Austur-Finnlandi; fyrrverandi forstjóri finnsku heilbrigðis- og velferðarstofnunarinnar (Finnland) Höfundur er fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun