Að sameinast fjölskyldu sinni Guðrún Brynjólfsdóttir skrifar 30. maí 2025 12:01 Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun