
Flóttafólk á Íslandi

Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi
Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans.

Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál
Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál.

Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki
Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot og Páll Óskar eru meðal þeirra sem troða upp í Iðnó 11. júlí á svokallaðri Hátíð gegn landamærum. Auk þeirra koma fram fjöldi tónlistamanna á hátíðinni sem haldinn er á vegum samtakanna No Borders.

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Óskar er drengur frá Kólumbíu, sem samkvæmt íslenskum lögum telst vera barn, þar sem hann hefur ekki náð 18 ára aldri. Það á samt að senda hann einan aftur til Kólumbíu, þar sem ekkert bíður hans!

Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum
Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er.

„Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“
Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi.

„Við gerum ekki svona við börn“
„Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag.

Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“
Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez.

Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur
Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar.

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki
Því hefur lengi verið haldið fram að það skipti máli hver séu við stjórnvölinn þegar horft er til þess hvernig samfélög virka, hvort lýðræði ríki og réttindi fólks séu virt og hvort jöfnuður og réttlæti sé til staðar. Í því samhengi hefur oft verið horft til þess hvernig samfélag og valdhafar koma fram við þau sem eru jaðarsett.

Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars
Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns.

Er útlegð á innleið?
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“.

Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi
Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, segja stjórnvöld koma fram við hann eins og fullorðinn mann en ekki barn. Hann þori vart út úr húsi af ótta við að lögregla handtaki hann og fylgi honum úr landi.

„Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“
Frestur sautján ára kólumbísks drengs til að fara sjálfur úr landi eftir synjun um dvalarleyfi rennur út í dag. Fyrirhugaðri brottvísun var mótmælt ákaft við dómsmálaráðuneytið í dag. Prestur, sem hefur efnt til mótmæla meðal presta, segist ekki trúa öðru en að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn í að hætta við brottvísunina.

Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið
Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi.

Gildi kærleika og mannúðar
Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu.

Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar
Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi.

Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni
Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, þau séu ekki nýtt.

Mótmæla brottvísun Oscars
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið vegna þess að til stendur að vísa hinum sautján ára Oscar Anders Bocanegra Florez úr landi. Honum hefur áður verið vísað úr landi.

Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum
Samtökin Reiðhjólabændur sinna nú árlegri hjólasöfnun sem þau svo gefa til þeirra sem ekki hafa efni á því að kaupa sér hjól. Þegar hafa þau safnað 500 hjólum en söfnunin er í gangi út apríl. Reiðhjólabændur auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við að laga hjólin sem eru gefin.

Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu
Flóttafólki hefur fækkað verulega við landamæri Evópu á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði óreglulegri för yfir landamæri Evrópu um alls 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls komu 33.600 færri flóttamenn til Evrópu en á sama tíma í fyrra.

Skipar starfshóp um dvalarleyfi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar.

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur.

Að vinna með fólki en ekki fyrir það
Síðasta áratuginn hefur Rauði krossinn veitt þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd sálfélagslegan stuðning meðan beðið er eftir niðurstöðu í þeirra málum.

Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið
Leikstjóri heimildarmyndar um úkraínska flóttamenn hér á landi segist vilja snúa aftur heim, en þó aldrei ef Rússar fá sínu framgengt. Á morgun verða þrjú ár liðin frá innrásinni í Úkraínu.

Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands
Úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli móður og ungrar dóttur hennar hefur verið felldur úr gildi af Héraðsdómi Reykjavíkur. Í úrskurðinum hafði verið ákveðið að umsóknir mæðgnanna myndu ekki fá efnismeðferð um alþjóðlega vernd hér á landi.

Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði verulega milli áranna 2023 og 2024, úr 4.168 í 1.944. Þar munar mest um færri umsóknir frá Venesúela en þeim fækkaði úr 1.592 í 193.

„Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé
Óvissa ríkir um hvað verður um sérstakt búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í JL-húsinu eftir að úrskurðarnefnd felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa um breytingar á deiliskipulagi. Miklir hagsmunir eru í húfi að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en sextíu konur dvelja þegar í húsinu. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu.

Leyfið heyrir sögunni til
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreits sem heimilaði breytingar á JL-húsinu sem hefði gert mögulegt að hýsa á fjórða hundrað hælisleitenda í húsinu.

Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks
Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg sem deilir lóð með JL-húsinu hafa kært leyfi Reykjavíkurborgar um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.