Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 14:12 Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra bindur vonir við að samningur um DNA-sýnatöku verði undirritaður á næstu vikum. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðuneytið er í samningaviðræðum við erlenda alþjóðastofnun um framkvæmd DNA-sýnatakna fyrir íslensk stjórnvöld. Dómsmálaráðherra segir það séríslenskt að ekki hafi verið farið fram á slíkar sýnatökur þegar veitt eru dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði grein á Vísi í kjölfar umfjöllunar mbl þar sem greint er frá að á annan tug barna hafi komið til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar en hafi síðan engin blóðtengsl verið á milli barnanna og fjölskyldunnar. „Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA-rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast,“ segir Þorbjörg. Hún telur að reglurnar opni leið fyrir smyglara til að flytja börn ólöglega á milli landa og oft hafi leikið grunur á mansal, þó að ekki sé hægt að fullyrða það. „Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar.“ Börnin fara því í umsjá barnaverndarþjónustu þar til þau verða sjálfráða. Í grein Þorbjargar, sem ber heitið Stöðvum ólöglegan flutning barna, greinir hún frá tilætlunum sínum um fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári sem er ætlað að breyta séríslensku reglunum. Meðal þess er að gera samning við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. „Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt,“ segir ráðherrann. Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði grein á Vísi í kjölfar umfjöllunar mbl þar sem greint er frá að á annan tug barna hafi komið til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar en hafi síðan engin blóðtengsl verið á milli barnanna og fjölskyldunnar. „Þetta hefur m.a. leitt til þess að á annan tug barna, sem vitað er um, hefur komið hingað til lands og niðurstöður DNA-rannsóknar hafa síðar staðfest að ekki eru fjölskyldutengsl við þá sem þau eru að sameinast,“ segir Þorbjörg. Hún telur að reglurnar opni leið fyrir smyglara til að flytja börn ólöglega á milli landa og oft hafi leikið grunur á mansal, þó að ekki sé hægt að fullyrða það. „Þetta á auðvitað við um stærri hópa en börn. Skipulagðir brotahópar vita hvaða lönd eru með veikt kerfi. Íslensk stjórnvöld ætla ekki lengur að vera veikur hlekkur í keðjunni. Ekki á vakt þessarar ríkisstjórnar.“ Börnin fara því í umsjá barnaverndarþjónustu þar til þau verða sjálfráða. Í grein Þorbjargar, sem ber heitið Stöðvum ólöglegan flutning barna, greinir hún frá tilætlunum sínum um fimm frumvörp um útlendingamál á þessu þingári sem er ætlað að breyta séríslensku reglunum. Meðal þess er að gera samning við viðurkennda alþjóðastofnun um að framkvæma DNA-sýnatökur fyrir íslensk stjórnvöld erlendis. „Með þessu munum við tryggja að fólk sem kemur hingað til lands á grundvelli fjölskyldusameiningar tengist í raun fjölskylduböndum og sé í raun og veru blóðskylt,“ segir ráðherrann.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira