Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar 8. nóvember 2025 14:31 Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Flóttafólk á Íslandi Martha Árnadóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun