Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 16:34 Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að fjölskyldan, sem samanstendur meðal annars af nokkurra vikna gömlum tvíburum, standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð í Króatíu. Aðsend Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að rússneskri fjölskyldu sem var á dögunum vísað úr landi fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. Hagsmunum tveggja vikna gamalla tvíbura hafi ekki verið stefnt í hættu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldu þeirra á dögunum. Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent