Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. janúar 2026 22:50 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, og Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar. Vísir/Vilhelm/Getty „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. „Ég er eiginlega orðlaus. Ég var að lesa viðtal við forsætisráðherra í Heimildinni,“ segir Gauti, og tekur svo fyrir það sem haft var eftir Kristrúnu í viðtalinu. „Ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum“ Í viðtalinu við Heimildina sagði Kristrún ýmislegt um útlendingamál, en hún sagði meðal annars að þrátt fyrir gagnrýni á efnahagsmál Miðflokksins væri mögulegt að finna sameiginlegan grundvöll í útlendingamálum með flokknum. „Hvað útlendingamálin varðar, þá er ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum,“ segir Kristrún. „Það þarf ekki annað en að skoða þau mál sem eru að fara í gegnum þingið.“ Tók hún fram að hún hefði gert athugasemdir við tón og framsetingu málflutnings Miðflokksmanna. Ástandið eldfimt í Bandaríkjunum Í pistli sínum tók Gauti málflutning og stefnu Miðflokksmanna fyrir áður en hann fór að tala um stefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum. „Í Bandaríkjunum ganga nú um götur grímuklædd, vopnuð lið, sem þurfa ekki að gera grein fyrir hver er á bak við grímuna. Þau beita hörðu og hamslausu ofbeldi, og geta gert slíkt án þess að standa skil gjörða sinna.“ „Ástandið hér vestra er eldfimara en ég hef nokkru sinni upplifað, síðan ég flutti hingað fyrir um 30 árum.“ „Og þetta — þessi stefna, þetta tungutak, þessi hugmyndafræði — er samkvæmt formanni Jafnaðarmannaflokks Íslands sá snertiflötur sem hún "játar" að líklegt sé að náist samstaða um?“ segir Gauti. Eins og frægt er hvatti Kristrún Frostadóttir væntanlegan kjósanda Samfylkingarinnar sem var ósáttur við störf Dags sem borgarstjóra, að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýrði ekki Samfylkingunni, heldur hún, hann væri „aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni.“ Dagur steig svo fram og sagðist hafa gert ráð fyrir því að hann yrði þingflokksformaður, þegar Guðmundur Ari Sigurjónsson hafði verið kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi þingmaður hefur áhyggjur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur einnig lýst áhyggjum yfir tóninum sem Kristrún slær í viðtalinu. „Ég bara skil ekki hvernig hægt er að gagnrýna á kurteisan hátt „eðli málflutningsins“ hjá Miðflokksfólki um útlendingamál en segja í sömu andrá geta náð saman við þau um útlendingamálin. Og verst er þegar sagt er að „fólk sé farið að upplifa óöryggi og tengja það beint við útlendinga..”“ segir Rósa Björk. Rósa var kjörin á þing fyrir Vinstri græna 2016, en sagði sig úr flokknum þegar hann fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hún gekk svo aftur til liðs við Vinstri græna haustið 2024. Samfylkingin Tengdar fréttir Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. 8. janúar 2025 09:50 Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ 26. október 2024 18:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Ég er eiginlega orðlaus. Ég var að lesa viðtal við forsætisráðherra í Heimildinni,“ segir Gauti, og tekur svo fyrir það sem haft var eftir Kristrúnu í viðtalinu. „Ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum“ Í viðtalinu við Heimildina sagði Kristrún ýmislegt um útlendingamál, en hún sagði meðal annars að þrátt fyrir gagnrýni á efnahagsmál Miðflokksins væri mögulegt að finna sameiginlegan grundvöll í útlendingamálum með flokknum. „Hvað útlendingamálin varðar, þá er ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum,“ segir Kristrún. „Það þarf ekki annað en að skoða þau mál sem eru að fara í gegnum þingið.“ Tók hún fram að hún hefði gert athugasemdir við tón og framsetingu málflutnings Miðflokksmanna. Ástandið eldfimt í Bandaríkjunum Í pistli sínum tók Gauti málflutning og stefnu Miðflokksmanna fyrir áður en hann fór að tala um stefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum. „Í Bandaríkjunum ganga nú um götur grímuklædd, vopnuð lið, sem þurfa ekki að gera grein fyrir hver er á bak við grímuna. Þau beita hörðu og hamslausu ofbeldi, og geta gert slíkt án þess að standa skil gjörða sinna.“ „Ástandið hér vestra er eldfimara en ég hef nokkru sinni upplifað, síðan ég flutti hingað fyrir um 30 árum.“ „Og þetta — þessi stefna, þetta tungutak, þessi hugmyndafræði — er samkvæmt formanni Jafnaðarmannaflokks Íslands sá snertiflötur sem hún "játar" að líklegt sé að náist samstaða um?“ segir Gauti. Eins og frægt er hvatti Kristrún Frostadóttir væntanlegan kjósanda Samfylkingarinnar sem var ósáttur við störf Dags sem borgarstjóra, að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýrði ekki Samfylkingunni, heldur hún, hann væri „aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni.“ Dagur steig svo fram og sagðist hafa gert ráð fyrir því að hann yrði þingflokksformaður, þegar Guðmundur Ari Sigurjónsson hafði verið kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi þingmaður hefur áhyggjur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur einnig lýst áhyggjum yfir tóninum sem Kristrún slær í viðtalinu. „Ég bara skil ekki hvernig hægt er að gagnrýna á kurteisan hátt „eðli málflutningsins“ hjá Miðflokksfólki um útlendingamál en segja í sömu andrá geta náð saman við þau um útlendingamálin. Og verst er þegar sagt er að „fólk sé farið að upplifa óöryggi og tengja það beint við útlendinga..”“ segir Rósa Björk. Rósa var kjörin á þing fyrir Vinstri græna 2016, en sagði sig úr flokknum þegar hann fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hún gekk svo aftur til liðs við Vinstri græna haustið 2024.
Samfylkingin Tengdar fréttir Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. 8. janúar 2025 09:50 Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ 26. október 2024 18:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. 8. janúar 2025 09:50
Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ 26. október 2024 18:39