Miðflokkurinn Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins viðraði þá hugmynd á Alþingi í dag að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beiti sér fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. Innlent 15.10.2025 16:59 Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sigríður Á. Andersen var staðfest í embætti þingflokksformanns Miðflokksins, á fundi þingflokksins nú síðdegis. Bergþór Ólason forveri hennar í embætti, tilkynnti um afsögn sína í lok september. Innlent 15.10.2025 13:49 Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Einar Jóhannes Guðnason, varaþingmaður Miðflokksins, sækist eftir því að leiða lista Miðflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Innlent 14.10.2025 20:11 „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14.10.2025 15:44 Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri. Innlent 14.10.2025 09:01 Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Prófessor í stjórnmálafræði segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi og fái oftar en ekki meira til baka en gefið sé í slíkt samstarf. Innlent 13.10.2025 23:31 „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Ungir Miðflokksmenn tóku upp á að nota nýtt slagorð í aðdraganda landsfundarins sem fór fram um helgina. „Ísland fyrst, svo allt hitt“ er slagorðið og er sótt í smiðju hægriflokka bæði austanhafs og vestan-, og Flokks fólksins. Innlent 12.10.2025 22:47 Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Snorri Másson var kjörinn varaformaður Miðflokksins með töluverðum yfirburðum á landsþingi flokksins í dag. Hann segist þakklátur fyrir að fá að vera rödd fólks í málum þar sem öðrum finnst erfitt að tjá sig. Innlent 12.10.2025 20:29 „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ „Ég mun fylkja mér bak við nýjan varaformann. Við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi verður þetta besta leiðin til þess,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir sem laut í lægra haldi gegn Snorra Mássyni í varaformannskjöri á landsþingi Miðflokksins í dag. Innlent 12.10.2025 15:48 Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Innlent 12.10.2025 13:43 Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Innlent 12.10.2025 13:03 Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. Innlent 12.10.2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. Innlent 11.10.2025 18:06 Bergþór dregur framboðið til baka Bergþór Ólason hefur dregið framboð sitt til varaformanns Miðflokksins til baka. Hann segir tímabært að fá nýtt fólk að forystusveitinni. Innlent 11.10.2025 16:20 „Þetta er pólitísk vakning“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja. Innlent 11.10.2025 15:06 Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton um helgina. Þingið nær hápunkti á sunnudag þegar kjörið verður í embætti flokksins, en þrír eru í varaformannsframboði. Innlent 11.10.2025 12:47 Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra flokka á landsvísu samkvæmt nýrri könnun Prósents. Rúm 30 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna yrði kosið til Alþingis í dag. Samkvæmt könnun er fylgið marktækt meira hjá konum og hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 54 prósent fylgi. Innlent 10.10.2025 13:29 Opið bréf til Miðflokksmanna Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Skoðun 8.10.2025 10:00 Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Innlent 7.10.2025 20:13 Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum. Innlent 7.10.2025 10:40 Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Innlent 6.10.2025 13:40 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. Innlent 3.10.2025 12:02 Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Innlent 3.10.2025 10:29 Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason. Innlent 3.10.2025 09:14 Bergþór vill verða varaformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og fráfarandi þingflokksformaður, mun sækjast eftir varaformannsembætti flokksins á flokksþinginu sem fram fer dagana 11. til 12. október. Innlent 3.10.2025 06:27 Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Innlent 2.10.2025 13:11 Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Innlent 1.10.2025 20:49 Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. Innlent 1.10.2025 16:29 Hættir sem þingflokksformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst hætta sem þingflokksformaður Miðflokksins. Innlent 30.9.2025 08:53 Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 28.9.2025 13:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 36 ›
Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins viðraði þá hugmynd á Alþingi í dag að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beiti sér fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. Innlent 15.10.2025 16:59
Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sigríður Á. Andersen var staðfest í embætti þingflokksformanns Miðflokksins, á fundi þingflokksins nú síðdegis. Bergþór Ólason forveri hennar í embætti, tilkynnti um afsögn sína í lok september. Innlent 15.10.2025 13:49
Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Einar Jóhannes Guðnason, varaþingmaður Miðflokksins, sækist eftir því að leiða lista Miðflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Innlent 14.10.2025 20:11
„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14.10.2025 15:44
Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri. Innlent 14.10.2025 09:01
Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Prófessor í stjórnmálafræði segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi og fái oftar en ekki meira til baka en gefið sé í slíkt samstarf. Innlent 13.10.2025 23:31
„Ísland fyrst, svo allt hitt“ Ungir Miðflokksmenn tóku upp á að nota nýtt slagorð í aðdraganda landsfundarins sem fór fram um helgina. „Ísland fyrst, svo allt hitt“ er slagorðið og er sótt í smiðju hægriflokka bæði austanhafs og vestan-, og Flokks fólksins. Innlent 12.10.2025 22:47
Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Snorri Másson var kjörinn varaformaður Miðflokksins með töluverðum yfirburðum á landsþingi flokksins í dag. Hann segist þakklátur fyrir að fá að vera rödd fólks í málum þar sem öðrum finnst erfitt að tjá sig. Innlent 12.10.2025 20:29
„Ég hef aldrei skorast undan neinu“ „Ég mun fylkja mér bak við nýjan varaformann. Við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi verður þetta besta leiðin til þess,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir sem laut í lægra haldi gegn Snorra Mássyni í varaformannskjöri á landsþingi Miðflokksins í dag. Innlent 12.10.2025 15:48
Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Innlent 12.10.2025 13:43
Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Innlent 12.10.2025 13:03
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. Innlent 12.10.2025 12:01
Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. Innlent 11.10.2025 18:06
Bergþór dregur framboðið til baka Bergþór Ólason hefur dregið framboð sitt til varaformanns Miðflokksins til baka. Hann segir tímabært að fá nýtt fólk að forystusveitinni. Innlent 11.10.2025 16:20
„Þetta er pólitísk vakning“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja. Innlent 11.10.2025 15:06
Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton um helgina. Þingið nær hápunkti á sunnudag þegar kjörið verður í embætti flokksins, en þrír eru í varaformannsframboði. Innlent 11.10.2025 12:47
Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra flokka á landsvísu samkvæmt nýrri könnun Prósents. Rúm 30 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna yrði kosið til Alþingis í dag. Samkvæmt könnun er fylgið marktækt meira hjá konum og hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 54 prósent fylgi. Innlent 10.10.2025 13:29
Opið bréf til Miðflokksmanna Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Skoðun 8.10.2025 10:00
Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Innlent 7.10.2025 20:13
Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum. Innlent 7.10.2025 10:40
Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Innlent 6.10.2025 13:40
Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. Innlent 3.10.2025 12:02
Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Innlent 3.10.2025 10:29
Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason. Innlent 3.10.2025 09:14
Bergþór vill verða varaformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og fráfarandi þingflokksformaður, mun sækjast eftir varaformannsembætti flokksins á flokksþinginu sem fram fer dagana 11. til 12. október. Innlent 3.10.2025 06:27
Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Innlent 2.10.2025 13:11
Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Innlent 1.10.2025 20:49
Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. Innlent 1.10.2025 16:29
Hættir sem þingflokksformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst hætta sem þingflokksformaður Miðflokksins. Innlent 30.9.2025 08:53
Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 28.9.2025 13:15
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur