Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Hjólhýsabyggð í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Kjarni málsins var og er hins vegar sá að stærsti hluti þessa hóps á ekki í önnur hús að venda af ýmsum ástæðum. Innan hópsins eru þó líka einhverjir sem hafa valið sér þetta íbúðarform af öðrum ástæðum. Hver sem ástæðan er ber borgaryfirvöldum að koma til móts við þennan hóp rétt eins og aðra íbúa borgarinnar þrátt fyrir skort á reglugerðum um lögheimilisskráningu og önnur formsatriði. Það er ekki hægt að horfa framhjá staðreyndum en auðvitað hlýtur ríkisvaldið að skoða einhvers konar regluverk um þetta íbúðarform. „Óhreinu börnin hennar Evu“ Íbúar hjólhýsa og húsbíla í borginni hafa verið á hrakhólum undanfarin misseri og margir sýna þessu fólki lítinn skilning. Það hefur komið skýrt fram í umræðunni að undanförnu í tengslum við leit borgarinnar að hentugu svæði fyrir þessa byggð. Sumir draga jafnvel í efa að leyfa eigi byggð sem þessa innan borgarmarkanna. Aðrir setja fram alls kyns fyrirvara og á öðrum mætti skilja að best væri að ýta þessum hópi fólks eins langt í burtu og hægt er, helst úr augsýn allra. Við í Flokki fólksins höfum frá fyrstu tíð staðið með hjólhýsabúum. Flokkurinn sem kennir sig við fólk hefur alla tíð staðið með þeim sem eiga á brattann að sækja og ljáð þeim rödd sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Í stað þess að neita að horfast í augu við raunveruleikann þurfum við að viðurkenna staðreyndir og gera það sem þarf til að koma þessum tiltölulega litla hópi fyrir á mannsæmandi svæði. Það er ekki ásættanlegt að jaðarsetja þennan fámenna hópa samfélagsins enn frekar með því að gera ekki neitt. Óhefðbundin búsetuúrræði Óhefðbundin búsetuform eru komin til að vera og í þeim anda hefur til dæmis verið slakað á reglum um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði að uppfylltum skilyrðum um skráningu og brunavarnir. Við getum ekki haldið áfram að stinga hausnum í sandinn og ímyndað okkur að fólk sem af ýmsum ástæðum heldur heimili með öðrum hætti en flestir muni hverfa ef við lokum augunum nógu lengi. Það er einfaldlega ekki að fara að gerast. Íbúum í iðnaðarhverfum hefur til að mynda stórfjölgað á tiltölulega stuttum tíma. Alls kyns hugmyndir um smáhýsabyggð að erlendri fyrirmynd hafa einnig verið að koma upp. Stöðugt hækkandi húsaleiga ásamt lánavöxtum sem myndu kallast okurvextir í löndunum í kringum okkur er helsta ástæða þess að sífellt fleiri leita annara búsetu úrræða. Nákvæmlega þess vegna ber okkur að bregðast við með því að tryggja öryggi og réttindi samborgara okkar í þessari stöðu. Félagslegt réttlæti á að virka fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er varaborgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar