

Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára.
Í dag eru 44 einstaklingar 100 ára eða eldri á íslandi. Þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 107 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Þjóðskrá Íslands.
Íbúum Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjum fjölgaði um tuttugu prósent á síðasta ári og virðist ekkert lát vera á fjölguninni því það er byggt og byggt i sveitarfélaginu.
Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%.
Íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar enda mikil uppbygging í sveitarfélaginu því víða er verið að byggja og atvinnuástand er með allra besta móti. Ef eitthvað er, þá vantar fólk í hin ýmsu störf og nóg af húsnæði er fyrir alla.
Hlutfallsleg aukning mannfjölda á Íslandi undanfarin ár hefur verið gríðarleg, mun meiri en þekkist í flestum öðrum Evrópulöndum, drifin áfram af aðfluttu vinnuafli umfram brottflutta samtímis eftirspurn eftir starfsfólki með uppbyggingu ferðaþjónustunnar og byggingargeirans. Í nýrri lýðfræðigreiningu Stefnis er meðal annars vakin athygli á því að með lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóðarinnar þá sé ljóst að fjöldi fólks á vinnualdri á hvern eftirlaunaþega muni fækka verulega í náinni framtíð.
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði fimm sinnum hraðar en Íslendingum á milli ára. Þá fjölgaði Íslendingum erlendis um á annað þúsund á milli ára. Á síðustu fimm árum hefur útlendingum á Íslandi fjölgað um þrjátíu þúsund en Íslendingum um ellefu þúsund. Ástæðuna má að mestu rekja til mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli á Íslandi sem viðhaldið hefur hagvexti undanfarin ár.
Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs.
Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður.
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári.
Fjöldi Reykvíkinga með hlutlausa kynskráningu tvöfaldaðist milli áranna 2022 og 2023. Þá hækkaði hlutfall innflytjenda af íbúafjölda í Reykjavík á tímabilinu 1996 til 2023 úr 2,6 prósent í 25 prósent.
Breytt aldurssamsetning og fjölskyldumynstur hafa aukið íbúðaþörf sem ekki hefur verið mætt.
Alls voru 78.259 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júní síðastliðinn og þeim fjölgaði um 3.836 frá 1. desember 2023 eða um 5,2 prósent. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 659 eða um 0,2 prósent. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum um tæplega sex fyrir hvern íslenskan.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri mættu á heimili 12 þúsundasta íbúa sveitarfélagsins í kvöld, sem er drengur, sem kom í heiminn 1. júní til að færa fjölskyldunni gjöf frá sveitarfélaginu. Fyrir á drengurinn systur, sem heitir Sóldís Silja og verður hún þriggja ára í haust.
Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%.
Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli.
Eftir að Hagstofan breytti aðferðafræði sinni hefur komið í ljós að íbúafjöldi á Íslandi er nokkuð minni en áður var talið. Það hefur meðal annars áhrif á mælingar á hagvöxt á mann og erum við nokkuð ríkari á þennan mælikvarða en við héldum áður.
Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899.
„Hver býr í eigninni minni?“ kallast átak sem Þjóðskrá Íslands hefur hleypt af stað í því skyni að leiðréttar rangar lögheimilisskráningar. Eigendur húseigna geta núna í gegnum heimasíðu Þjóðskrár flett upp á því hverjir eru skráðir þar til heimilis og tilkynnt um ranga skráningu.
Fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi er kominn í fjögurhundruð þúsund, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Raunverulegur mannfjöldi á Íslandi er þó talinn eitthvað lægri.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár eru fjögur hundruð þúsund íbúar með skráð lögheimili á Íslandi. Að mati fjármálaráðuneytisins erum við þá hvergi nærri þeirri tölu, heldur er hún ofmetin upp á sirka fjórtán þúsund manns.
Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna.
Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn.
Fjörutíu og einn einstaklingur er hundrað ára eða eldri á landinu í dag. Elsti núlifandi einstaklingurinn, sem búsettur er á Íslandi, er 106 ára kona, fædd árið 1917, og er hún búsett á Suðurlandi.
Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar.
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum.
Íbúum Skagafjarðar fjölgar og fjölgar og eru nú orðnir rúmlega fjögur þúsund og fjögur hundruð en alls hefur fjölgað um 80 íbúa á árinu. Mikið er byggt út um allt í sveitarfélaginu en það, sem skortir eru vinnandi hendur því næga atvinnu er að hafa í Skagafirði.
Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað.
Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust.