Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda Bjarki Sigurðsson skrifar 30. maí 2025 21:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er bæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Garðabæjarlistann. Stöð 2 Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda segir bæjarfulltrúi í Garðabæ. Málið megi ekki vera feimnismál, því ætli þjóðin að fjölga sér verði að gera róttækar breytingar á ýmsum kerfum, en halda í rétt kvenna. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg. Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg.
Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira