Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda Bjarki Sigurðsson skrifar 30. maí 2025 21:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er bæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Garðabæjarlistann. Stöð 2 Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda segir bæjarfulltrúi í Garðabæ. Málið megi ekki vera feimnismál, því ætli þjóðin að fjölga sér verði að gera róttækar breytingar á ýmsum kerfum, en halda í rétt kvenna. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg. Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg.
Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira