Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 14:03 Reykholt er einn af þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins er fengið úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Í Bláskógabyggð eru þrír þéttbýliskjarnar, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Auk þess er blómleg byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Íbúum Bláskógabyggðar hefur fjölgað mikið síðustu ár eins og Helgi Kjartansson, oddviti veit manna best. „Nú, það er svo mikið um að vera hjá okkur. Það er nóg að gera fyrir alla og hér er gott samfélag og hér er gott að búa. Hér er góð þjónusta líka. Hér er allt til alls, bara gott mannlíf og fólk sækir í það en umfram allt er það náttúrulega að hér er bara næga atvinnu að hafa og fólk sækir náttúrulega í það, fólk þarf að vinna einhvers staðar,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, sem er oddviti Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er íbúafjölgunin mikil? „Við erum komin aðeins yfir þúsund íbúa núna og okkur var náttúrulega að fjölga á tímabili á milli ára um tíu prósent en það hefur kannski aðeins hægst á því núna á milli ára. Það er kannski ekkert keppikefli hjá okkur að fjölga endalaust svona mikið en þetta er svona sex, sjö til átta prósent á milli ára,” segir Helgi. Íbúar Bláskógabyggðar eru greinilega mjög ánægðir að eiga heima í sveitarfélaginu enda er þeim alltaf að fjölga og fjölga. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Bláskógabyggð? „Það er náttúrulega mikið erlent vinnuafl, sem er að koma og vinna í þeim störfum, sem þarf að vinna. Svo er þetta líka fólk að koma til baka eftir nám og bara breyta til og flytja í sveitina,” segir Helgi oddviti brattur og alsæll með vinsældir sveitarfélagsins. Heimasíða Bláskógabyggðar Bláskógabyggð Mannfjöldi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins er fengið úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Í Bláskógabyggð eru þrír þéttbýliskjarnar, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Auk þess er blómleg byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Íbúum Bláskógabyggðar hefur fjölgað mikið síðustu ár eins og Helgi Kjartansson, oddviti veit manna best. „Nú, það er svo mikið um að vera hjá okkur. Það er nóg að gera fyrir alla og hér er gott samfélag og hér er gott að búa. Hér er góð þjónusta líka. Hér er allt til alls, bara gott mannlíf og fólk sækir í það en umfram allt er það náttúrulega að hér er bara næga atvinnu að hafa og fólk sækir náttúrulega í það, fólk þarf að vinna einhvers staðar,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, sem er oddviti Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er íbúafjölgunin mikil? „Við erum komin aðeins yfir þúsund íbúa núna og okkur var náttúrulega að fjölga á tímabili á milli ára um tíu prósent en það hefur kannski aðeins hægst á því núna á milli ára. Það er kannski ekkert keppikefli hjá okkur að fjölga endalaust svona mikið en þetta er svona sex, sjö til átta prósent á milli ára,” segir Helgi. Íbúar Bláskógabyggðar eru greinilega mjög ánægðir að eiga heima í sveitarfélaginu enda er þeim alltaf að fjölga og fjölga. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Bláskógabyggð? „Það er náttúrulega mikið erlent vinnuafl, sem er að koma og vinna í þeim störfum, sem þarf að vinna. Svo er þetta líka fólk að koma til baka eftir nám og bara breyta til og flytja í sveitina,” segir Helgi oddviti brattur og alsæll með vinsældir sveitarfélagsins. Heimasíða Bláskógabyggðar
Bláskógabyggð Mannfjöldi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira