Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 08:02 Albert Guðmundsson í leik með ítalska félaginu Fiorentina en það gengur illa hjá liðinu þess misserin. Getty/Image Photo Agency Íslenski landsliðsmaðurinn var í umræðunni um helgina eftir enn ein vonbrigðin hjá Fiorentina í Seríu A. Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport fjallar um svar Alberts Guðmundssonar við færslu þar sem hann skrifar um umtalaða vítaspyrnu sem Rolando Mandragora tók fyrir Fiorentona gegn Sassuolo um helgina. Albert var sakaður um það að þora ekki að taka vítaspyrnuna og það af engum öðrum en þjálfara sínum. Harðorð ummæli álitsgjafans og fyrrverandi knattspyrnumannsins Emanuele Giaccherini um Albert féllu líka á DAZN: „Hann treysti sér ekki til að taka vítaspyrnuna, þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir Fiorentina. Þér er borgað fyrir að taka ábyrgð,“ sagði Giaccherini um Albert og vítið. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ég hef aldrei og mun aldrei neita að taka vítaspyrnu, ég hef alltaf tekið vítaspyrnur fyrir félagið án vandræða. Í gær tók annar leikmaður boltann og vildi taka spyrnuna og ég er ekki þannig manneskja að ég fari að rífast við liðsfélaga minn fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert við færslu DAZN. Blaðamaður Gazzetta dello Sport telur þó að Albert hafi verið að skjóta á annan en þennan umrædda álitgjafa. „Í raun er hið óbeina svar leikmannsins þó fyrst og fremst skot á þjálfara sinn, Paolo Vanoli, sem sagði í lok leiksins í gær: ‚Vítaskyttan var Guðmundsson en hann vildi ekki taka spyrnuna, sá næsti var Mandragora og Kean, sem framherji sem hefur ekki skorað á þessu tímabili, vildi taka hana en það er ekki vandamálið',“ segir í færslu ítalska stórblaðsins. „Orðaskipti Mandragora og Kean um hver ætti að taka vítaspyrnuna í gær féllu heldur ekki í kramið hjá félaginu og sérstaklega í lok leiksins undirstrikaði yfirmaður íþróttamála, Roberto Goretti, alvarleika atviksins: ‚Þetta er eitthvað sem mér líkar ekki og þetta er ekki einu sinni í fyrsta skipti sem við gerum þetta, þannig að mér líkar það tvöfalt verr',“ segir í færslu Gazzetta dello Sport. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport fjallar um svar Alberts Guðmundssonar við færslu þar sem hann skrifar um umtalaða vítaspyrnu sem Rolando Mandragora tók fyrir Fiorentona gegn Sassuolo um helgina. Albert var sakaður um það að þora ekki að taka vítaspyrnuna og það af engum öðrum en þjálfara sínum. Harðorð ummæli álitsgjafans og fyrrverandi knattspyrnumannsins Emanuele Giaccherini um Albert féllu líka á DAZN: „Hann treysti sér ekki til að taka vítaspyrnuna, þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir Fiorentina. Þér er borgað fyrir að taka ábyrgð,“ sagði Giaccherini um Albert og vítið. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ég hef aldrei og mun aldrei neita að taka vítaspyrnu, ég hef alltaf tekið vítaspyrnur fyrir félagið án vandræða. Í gær tók annar leikmaður boltann og vildi taka spyrnuna og ég er ekki þannig manneskja að ég fari að rífast við liðsfélaga minn fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert við færslu DAZN. Blaðamaður Gazzetta dello Sport telur þó að Albert hafi verið að skjóta á annan en þennan umrædda álitgjafa. „Í raun er hið óbeina svar leikmannsins þó fyrst og fremst skot á þjálfara sinn, Paolo Vanoli, sem sagði í lok leiksins í gær: ‚Vítaskyttan var Guðmundsson en hann vildi ekki taka spyrnuna, sá næsti var Mandragora og Kean, sem framherji sem hefur ekki skorað á þessu tímabili, vildi taka hana en það er ekki vandamálið',“ segir í færslu ítalska stórblaðsins. „Orðaskipti Mandragora og Kean um hver ætti að taka vítaspyrnuna í gær féllu heldur ekki í kramið hjá félaginu og sérstaklega í lok leiksins undirstrikaði yfirmaður íþróttamála, Roberto Goretti, alvarleika atviksins: ‚Þetta er eitthvað sem mér líkar ekki og þetta er ekki einu sinni í fyrsta skipti sem við gerum þetta, þannig að mér líkar það tvöfalt verr',“ segir í færslu Gazzetta dello Sport.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira