Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 685 einstaklinga eða um 0,2 prósent. Íslenskir ríkisborgara eru alls 326.185.
Í tilkynningu Þjóðskrár segir að ríkisborgurum haldi áfram að fjölga frá bæði Úkraínu og Palestínu. Úkraínskum ríkisborgurum fjölgaði um 153 eða 3,2 prósent og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 31 eða 3,8 prósent frá 1. desember.
Pólverjar flestir
Pólskum ríkisborgurum fækkaði um 123 og eru nú 26.416 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi. Hlutfallslega eru pólskir ríkisborgarar 6,5 prósent þeirra sem búa á Íslandi og litáenskir 1,5 prósent. Erlendis ríkisborgarar frá öðrum löndum eru 11 prósent. Samanlagt eru 19,9 prósent íbúa erlendir ríkisborgarar.
Sama hlutfall var 13,6 prósent í desember árið 2019. Þá voru þeir 49.347 og fjölgaði næstu ár um sirka 2000 á ári þar til árið 2022 þegar þeim fjölgaði um tæplega tíu þúsund og svo aftur um tæplega tíu þúsund árið eftir.
Frá 2023 til 2024 fjölgaði erlendum ríkisborgurum um rúm fimm þúsund en hefur nú aðeins fjölgað um 731 frá því í desember 2024.
Stríðið í Úkraínu hófst í febrúar árið 2021 og fjölgaði flóttamönnum þaðan verulega því árið 2022. Þeim hefur fjölgað árlega síðan en fjölgar ekki eins mikið á þessu ári og síðustu ár.