Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 10:22 Börn og eldri borgarar hlusta á tónleika á Iceland Airwaves á Grund árið 2022. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35