Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 10:22 Börn og eldri borgarar hlusta á tónleika á Iceland Airwaves á Grund árið 2022. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35