Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2024 10:52 Sem hlutfall af heildarmannfjölda búa langflestir innflytjendur á Íslandi á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands í dag. „Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.855 í byrjun árs 2023 en 7.351 á þessu ári. Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 20,1% af mannfjöldanum og hafði það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega á milli ára og voru 7,3% mannfjöldans,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar eru innflytjendur þeir einstaklingar sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra, afa og ömmur sem fædd eru erlendis. Önnur kynslóð innflytjenda vísar hins vegar til þeirra sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem sjálfir eru báðir innflytjendur. Að hafa erlendan bakgrunn á við um þá sem ýmist eiga eitt erlent foreldri eða sem fæddust erlendis en eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi. Langflestir frá Póllandi og hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum Líkt og undanfarin ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi en 32,1 prósent allra innflytjenda á Íslandi við upphaf þessa árs voru Pólverjar. Næst stærstu hóparnir eru innflytjendur frá Úkraínu, 5,3 prósent, og Litháen, 5,1 prósent. „Pólskir karlar voru 33,8% allra karlkyns innflytjenda eða 12.737 af 37.691. Litháískir karlar voru næst fjölmennastir (5,9%) og síðan komu karlar með uppruna frá Rúmeníu (5,5%). Pólskar konur voru 30,2% kvenkyns innflytjenda, næst á eftir þeim komu konur frá Úkraínu (6,6%) og þá konur frá Filippseyjum (5,1%),“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur einnig að um 64 prósent allra innflytjenda á Íslandi voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en sem hlutfall af mannfjölda búa flestir þeirra á Suðurnesjum. Þannig voru 31,5 prósent allra íbúa á Suðurnesjum innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Næsthæst var hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 23,8% mannfjöldans voru innflytjendur og börn þeirra. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 10,6% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra.“ Grafið hér að neðan sem fengið er af vef Hagstofunnar sýnir hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi í ár eftir landshlutum. Í fyrra fengu 649 einstaklingar íslnskt ríkisfang sem er nokkuð sambærilegur fjöldi og árið á undan þegar 706 fengu Íslenskan ríkisborgararétt. Langflestir í þeim hópi voru áður með pólskt ríkisfang og næstflestir með taílenskt ríkisfang.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira