Yfir 400 þúsund íbúar núna skráðir á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2024 20:44 Hildur Ragnars er forstjóri Þjóðskrár Íslands. Sigurjón Ólason Fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi er kominn í fjögurhundruð þúsund, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Raunverulegur mannfjöldi á Íslandi er þó talinn eitthvað lægri. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var árið 1968 sem íbúatalan á Íslandi fór í fyrsta sinn yfir 200 þúsund. Hún fór í 300 þúsund árið 2006 og núna, samkvæmt sambærilegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, er hún komin yfir 400 þúsund. „Já, það er rétt. Í síðustu viku, 15. febrúar, þá fór fjöldi skráðra einstaklinga með lögheimili á Íslandi yfir 400 þúsund í fyrsta sinn,“ segir Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og segir þetta sannarlega tímamót. Þjóðskráin lagði þó ekki í það að finna fjögurhundruðþúsundasta einstaklinginn. „Við ákváðum að gera það ekki af því að innan sama dagsins flytur fólk til landsins og frá landinu. Og þessvegna er óraunhæft að finna einn einstakling sem er númer 400 þúsund.“ -Í gamla daga hefðu menn farið upp á fæðingardeild og fundið barnið. Er kannski líklegast að þetta sé einhver sem nýlega hefur flutt til landsins? „Það er meira um að fólk flytji til landsins heldur en barnsfæðingar hér á Íslandi, já,“ svarar Hildur. Svona skiptist skráður íbúafjöldi eftir landshlutum. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 63,7%, býr á Reykjavíkursvæðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt talan sé komin í 400 þúsund þykir nokkuð víst að hún endurspegli ekki raunverulegan mannfjölda á Íslandi. Hagstofa Íslands áformar að birta nýjar mannfjöldatölur í næsta mánuði. Hún hefur þegar gefið út að lögheimilisskráningar ofmeti mannfjöldann þar sem einstaklingar hafi ríkari hvata til að skrá sig inn í landið heldur en út. „Það er hvatning til þess að skrá sig inn í landið og fá sér lögheimili þegar maður flytur til landsins af því að það fylgja réttindi því að hafa lögheimili á Íslandi. Það er ekki sama hvatning þegar maður flytur úr landi,“ segir Hildur. Misræmið er núna áætlað um fjórtán þúsund manns. En er ekki óþægilegt að hafa þetta misræmi? „Þetta eru tvær algjörlega ólíkar tölur. Annarsvegar fólk sem er skráð í landinu og hinsvegar fólk sem er búsett hérna. Þannig að.., auðvitað væri best að þetta væri sama talan. En það mun aldrei takast af því að fólk flytur til Þýskalands og segir okkur ekki frá því, til dæmis,“ svarar forstjóri Þjóðskrár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mannfjöldi Innflytjendamál Efnahagsmál Tengdar fréttir Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03 Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Íbúar á Íslandi talsvert færri en áður var talið Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 10. febrúar 2024 23:03
Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. 16. janúar 2024 10:07