Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2025 08:02 Júlía hefur spilað fótbolta í rigningu, roki og slyddu. En ekkert undirbjó hana fyrir hitann, rakann og bænahaldið í Georgíu. Samsett Þegar Júlía Dagbjört Styrmisdóttir setti stefnuna á háskólanám á fótboltastyrk átti hún allra síst von á því að enda í suðuríkjum Bandaríkjanna. Hún átti heldur ekki von á því að enda í kristnum háskóla, þar sem messur og trúarlegar samkomur eru fastur hluti af háskólalífinu. Og hún átti allra síst von á því að finna ástina í lífi sínu. Það varð engu að síður raunin. Júlía birtir reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún sýnir og segir frá lífi sínu í Bandaríkjunum. Fylgjendahópurinn hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og margir eru forvitnir, sérstaklega þegar kemur að menningarmismuninum á Íslandi og suðurríkjunum. @itsbriitneybitchhh Hey y’all!! #fyrirþig #bandarikin ♬ original sound - The Britney Sló til á endanum Júlía byrjaði ung að æfa með Þrótti og þegar leið að útskrift úr Verzlunarskólanum árið 2021 var hún þegar búin að setja stefnuna á að fara erlendis í háskólanám og fá fótboltastyrk. Bandaríkin voru efst á listanum. Á þessum tíma var COVID-faraldurinn í fullum gangi og það setti strik í reikninginn. „Ég var rosalega hörð á því að ég vildi komast út strax, en út af Covid þá var ekki eins mikið framboð og eins mikið fjármagn og áður hjá öllum þessum toppskólum og liðum. Það voru þrjár vikur í útskrift, ég var ekki enn þá komin með tilboð um skóla og var svona við það að gefast upp og bíða bara með þetta þar til seinna. En þá fékk ég skilaboð frá Emmanuel University, sem var þá Emmanuel College, og er í Georgíu. Ég var reyndar mjög efins í fyrstu, af því að ég var búin að lofa sjálfri mér að ég myndi aldrei fara til suðurríkjanna. Mamma hvatti mig hins vegar mjög mikið áfram og sagði við mig að í versta falli myndi ég bara koma heim aftur, eða þá sækja um það sem kallast „transfer portal“ og skipta um skóla. Og mér fannst ég eiginlega ekki geta hafnað þessu tækifæri, að fá að læra og spila í Bandaríkjunum, þar sem skólagjöldin kosta margar milljónir.” Júlía viðurkennir að þegar hún hafi fyrst fengið að vita að Emmanuel væri kristinn skóli þá hafi henni ekki alveg litist á blikuna, en að lokum slegið til. „Þjálfarinn hvatti mig til að koma og tók fram við mig að það væri ekkert verið að þvinga trúna neitt upp á nemendur eða gera kröfur um að nemendur væru rosalega trúaðir. Það reyndist rétt, svona að mestu leyti, sumar af stelpunum sem voru með mér í liðinu voru ekki kristinnar trúar og ein vinkona mín í skólanum var meira að segja múslími. En ég fann samt vissulega fyrir því á meðan ég var í skólanum að það var reynt að ýta trúnni að mér, það var alltaf verið að biðja og mjög mikið verið að hvetja fólk til að verða „baptized“ (e. baptized) það er að segja, taka skírn, þvo af sér gamlar syndir og verða hluti af trúarsamfélaginu.” Júlía þurfti að venjast því að spila fótbolta í 40 stiga hita.Aðsend Öruggari en í stórborg Emmanuel University er staðsettur í norðausturhluta Georgíu, í smábænum Franlin Springs, þar sem íbúafjöldinn er undir þúsund manns. Suðurríki Bandaríkjanna eru í raun eins og annað land innan Bandaríkjanna, eins og Júlía lýsir því. Hún kveðst óneitanlega hafa fengið smá sjokk þegar hún kom fyrst út og það sem blasti við var ein matvöruverslun, bensínstöð, einn McDonalds veitingastaður og sjö kirkjur, þar af tvær sem voru innan skólans. Sem sagt: dæmigerður amerískur smábær. „En það var samt ákveðinn sjarmi sem fylgdi þessum smábæjarfíling, einhver svona kósý stemming. Og kosturinn við að búa í svona litlum bæ, öfugt við stórborg, var líka sá að ég upplifði mig frekar örugga, maður var ekkert hræddur við að fara út seint á kvöldin og þess háttar.” Það voru alls kyns hlutir í suðurríkjum Bandaríkjanna sem komu fótboltastelpunni frá Íslandi spánskt fyrir sjónir. Júlía nefnir sem dæmi matarmenninguna. „Það er bókstaflega allt djúpsteikt. Fólk í Suðurríkjunum er mjög hrifið af djúpsteiktum mat. Það er eiginlega ekki hægt að fara inn á veitingastað án þess að finna eitthvað djúpsteikt á matseðlinum.” @itsbriitneybitchhh Nei sko hvaða rugl er þetta, samt svo gaman!! #fyrirþig #usa #rodeo ♬ original sound - The Britney Bænahald er fastur liður Annað sem Júlía þurfti að venjast var hitinn. Á sumrin fer hitastigið í Georgíu upp í allt að fjörutíu gráður. „En um leið og maður er kominn í gott form þá venst maður því að spila fótbolta úti í þessum hita. Það kom samt fyrir oftar en einu sinni að það þurfti að aflýsa leikjum af því að það var of mikill raki. Og það er ekkert hér sem heitir „innanhússfótbolti“. Trúin er einnig mikilvæg í daglegum athöfnum og lífi fólks í suðurríkjunum. Líkt og fyrr segir þá er Emannuel University kristinn skóli. „Það eru til dæmis alltaf beðnar bænir fyrir og eftir hverja æfingu og hvern leik. Einu sinni í viku var síðan skylda að mæta á það sem kallast „chapel“ í samkomusalnum og hlusta á fyrirlestra. Þetta voru, vægast sagt, mjög sérstakir fyrirlestrar. Þeir voru samt ekkert alltaf tengdir trúnni, stundum voru þetta bara kennararnir að spjalla við okkur um skólann og lífið og tilveruna, og lífið eftir útskrift og þess háttar. En síðan voru líka fengnir utanaðkomandi fyrirlesarar og þá fyrst fékk maður að heyra það, það voru mestu rugludallarnir! Þá var virkilega verið að spúa eldi yfir nemendur og troða inn alls konar trúaráróðri. Ég man til dæmis eftir einum sem hélt yfir okkur ræðu og taldi upp tíu ástæður fyrir því að við myndum fara til helvítis af því að við værum svo óhrein. Ég man að ég sat þarna og hugsaði með mér: „Já, ókei, ég er með tattú, ég á kærasta, ég drekk áfengi, samkvæmt þessum gaur þá er ég bara að fara að enda í helvíti!“ En svo vandist maður þessu með tímanum og ég lærði bara að leiða þetta hjá mér og taka ekki mark á þessu.” Allt annað viðhorf Þegar Júlía var á fyrsta árinu í skólanum komst hún í kynni við ungan mann frá Baltimore sem heitir Kyle C. Lloyd og var að læra afbrotafræði (e. criminal justice) við Emmanuel University. Nýútskrifuð og stolt.Aðsend Í dag eru þau búin að vera saman í fjögur ár og eru ástfangin upp fyrir haus. Þau búa núna í Livingston, þriggja þúsund manna háskólabæ í Alabama, þar sem Júlía er í MBA-námi við University of West Alabama, en Kyle fékk vinnu við skólann. „Eitt af því sem mér finnst standa mest upp úr er viðhorf fólks hérna úti þegar kemur að samböndum. Ég tók eftir því að viðhorfið hjá flestum stelpum var þannig að þær gætu ekki flutt að heiman og keypt sér eða leigt íbúð án þess að vera komnar með maka. Það að búa saman og stunda kynlíf fyrir giftingu er eitthvað sem fólk virðist ekki trúa á. Ég var oft að sjá fólk vera að trúlofa sig eftir að hafa verið saman í kannski bara eitt ár. Ég á tvær vinkonur, báðar undir 25 ára, sem eru nú þegar giftar og með börn. Núna erum ég og Kyle búin að vera saman í fjögur ár og við erum stöðugt spurð að því hvenær við ætlum eiginlega að trúlofa okkur og gifta okkur. Fólki finnst bara galið að það sé ekki enn þá kominn neinn hringur á puttann á mér!” @itsbriitneybitchhh Ekkert aesthetic við þetta vlog en njótið! 😝 #slay #fyrirþig ##CapCut ♬ original sound - The Britney Framtíðin er á Íslandi Hún mun útskrifast úr MBA náminu næsta vor. „Eftir útskrift get ég sótt um framlengingu á „student visa“ sem gefur mér vinnuleyfi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það er planið akkúrat núna. Draumurinn er að flytja héðan úr Suðurríkjunum og prófa að búa í stórborg. Draumaborgin er Chicago,” segir Júlía og tekur undir með því að það yrði eflaust talsvert mikill viðsnúningur að flytja úr hitanum og rakanum í Alabama yfir í kuldann og frostið í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. „En það væri þvílíkur munur að komast eitthvert þar sem maður þarf ekki að vera á bíl!“ Júlía segist þó sjá það fyrir sér að flytja aftur heim til Íslands einn daginn. „Ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að flytja til Íslands, fyrr eða síðar. Ég er ekki að sjá það fyrir mér að byggja líf, kaupa hús og ala upp börn hérna í Bandaríkjunum. Kyle hefur komið með mér í heimsókn til Íslands oftar en einu sinni og við erum bæði sammála um að Ísland sé margfalt betri kostur. En þangað til þá lifum við í núinu.“ Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira
Júlía birtir reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún sýnir og segir frá lífi sínu í Bandaríkjunum. Fylgjendahópurinn hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og margir eru forvitnir, sérstaklega þegar kemur að menningarmismuninum á Íslandi og suðurríkjunum. @itsbriitneybitchhh Hey y’all!! #fyrirþig #bandarikin ♬ original sound - The Britney Sló til á endanum Júlía byrjaði ung að æfa með Þrótti og þegar leið að útskrift úr Verzlunarskólanum árið 2021 var hún þegar búin að setja stefnuna á að fara erlendis í háskólanám og fá fótboltastyrk. Bandaríkin voru efst á listanum. Á þessum tíma var COVID-faraldurinn í fullum gangi og það setti strik í reikninginn. „Ég var rosalega hörð á því að ég vildi komast út strax, en út af Covid þá var ekki eins mikið framboð og eins mikið fjármagn og áður hjá öllum þessum toppskólum og liðum. Það voru þrjár vikur í útskrift, ég var ekki enn þá komin með tilboð um skóla og var svona við það að gefast upp og bíða bara með þetta þar til seinna. En þá fékk ég skilaboð frá Emmanuel University, sem var þá Emmanuel College, og er í Georgíu. Ég var reyndar mjög efins í fyrstu, af því að ég var búin að lofa sjálfri mér að ég myndi aldrei fara til suðurríkjanna. Mamma hvatti mig hins vegar mjög mikið áfram og sagði við mig að í versta falli myndi ég bara koma heim aftur, eða þá sækja um það sem kallast „transfer portal“ og skipta um skóla. Og mér fannst ég eiginlega ekki geta hafnað þessu tækifæri, að fá að læra og spila í Bandaríkjunum, þar sem skólagjöldin kosta margar milljónir.” Júlía viðurkennir að þegar hún hafi fyrst fengið að vita að Emmanuel væri kristinn skóli þá hafi henni ekki alveg litist á blikuna, en að lokum slegið til. „Þjálfarinn hvatti mig til að koma og tók fram við mig að það væri ekkert verið að þvinga trúna neitt upp á nemendur eða gera kröfur um að nemendur væru rosalega trúaðir. Það reyndist rétt, svona að mestu leyti, sumar af stelpunum sem voru með mér í liðinu voru ekki kristinnar trúar og ein vinkona mín í skólanum var meira að segja múslími. En ég fann samt vissulega fyrir því á meðan ég var í skólanum að það var reynt að ýta trúnni að mér, það var alltaf verið að biðja og mjög mikið verið að hvetja fólk til að verða „baptized“ (e. baptized) það er að segja, taka skírn, þvo af sér gamlar syndir og verða hluti af trúarsamfélaginu.” Júlía þurfti að venjast því að spila fótbolta í 40 stiga hita.Aðsend Öruggari en í stórborg Emmanuel University er staðsettur í norðausturhluta Georgíu, í smábænum Franlin Springs, þar sem íbúafjöldinn er undir þúsund manns. Suðurríki Bandaríkjanna eru í raun eins og annað land innan Bandaríkjanna, eins og Júlía lýsir því. Hún kveðst óneitanlega hafa fengið smá sjokk þegar hún kom fyrst út og það sem blasti við var ein matvöruverslun, bensínstöð, einn McDonalds veitingastaður og sjö kirkjur, þar af tvær sem voru innan skólans. Sem sagt: dæmigerður amerískur smábær. „En það var samt ákveðinn sjarmi sem fylgdi þessum smábæjarfíling, einhver svona kósý stemming. Og kosturinn við að búa í svona litlum bæ, öfugt við stórborg, var líka sá að ég upplifði mig frekar örugga, maður var ekkert hræddur við að fara út seint á kvöldin og þess háttar.” Það voru alls kyns hlutir í suðurríkjum Bandaríkjanna sem komu fótboltastelpunni frá Íslandi spánskt fyrir sjónir. Júlía nefnir sem dæmi matarmenninguna. „Það er bókstaflega allt djúpsteikt. Fólk í Suðurríkjunum er mjög hrifið af djúpsteiktum mat. Það er eiginlega ekki hægt að fara inn á veitingastað án þess að finna eitthvað djúpsteikt á matseðlinum.” @itsbriitneybitchhh Nei sko hvaða rugl er þetta, samt svo gaman!! #fyrirþig #usa #rodeo ♬ original sound - The Britney Bænahald er fastur liður Annað sem Júlía þurfti að venjast var hitinn. Á sumrin fer hitastigið í Georgíu upp í allt að fjörutíu gráður. „En um leið og maður er kominn í gott form þá venst maður því að spila fótbolta úti í þessum hita. Það kom samt fyrir oftar en einu sinni að það þurfti að aflýsa leikjum af því að það var of mikill raki. Og það er ekkert hér sem heitir „innanhússfótbolti“. Trúin er einnig mikilvæg í daglegum athöfnum og lífi fólks í suðurríkjunum. Líkt og fyrr segir þá er Emannuel University kristinn skóli. „Það eru til dæmis alltaf beðnar bænir fyrir og eftir hverja æfingu og hvern leik. Einu sinni í viku var síðan skylda að mæta á það sem kallast „chapel“ í samkomusalnum og hlusta á fyrirlestra. Þetta voru, vægast sagt, mjög sérstakir fyrirlestrar. Þeir voru samt ekkert alltaf tengdir trúnni, stundum voru þetta bara kennararnir að spjalla við okkur um skólann og lífið og tilveruna, og lífið eftir útskrift og þess háttar. En síðan voru líka fengnir utanaðkomandi fyrirlesarar og þá fyrst fékk maður að heyra það, það voru mestu rugludallarnir! Þá var virkilega verið að spúa eldi yfir nemendur og troða inn alls konar trúaráróðri. Ég man til dæmis eftir einum sem hélt yfir okkur ræðu og taldi upp tíu ástæður fyrir því að við myndum fara til helvítis af því að við værum svo óhrein. Ég man að ég sat þarna og hugsaði með mér: „Já, ókei, ég er með tattú, ég á kærasta, ég drekk áfengi, samkvæmt þessum gaur þá er ég bara að fara að enda í helvíti!“ En svo vandist maður þessu með tímanum og ég lærði bara að leiða þetta hjá mér og taka ekki mark á þessu.” Allt annað viðhorf Þegar Júlía var á fyrsta árinu í skólanum komst hún í kynni við ungan mann frá Baltimore sem heitir Kyle C. Lloyd og var að læra afbrotafræði (e. criminal justice) við Emmanuel University. Nýútskrifuð og stolt.Aðsend Í dag eru þau búin að vera saman í fjögur ár og eru ástfangin upp fyrir haus. Þau búa núna í Livingston, þriggja þúsund manna háskólabæ í Alabama, þar sem Júlía er í MBA-námi við University of West Alabama, en Kyle fékk vinnu við skólann. „Eitt af því sem mér finnst standa mest upp úr er viðhorf fólks hérna úti þegar kemur að samböndum. Ég tók eftir því að viðhorfið hjá flestum stelpum var þannig að þær gætu ekki flutt að heiman og keypt sér eða leigt íbúð án þess að vera komnar með maka. Það að búa saman og stunda kynlíf fyrir giftingu er eitthvað sem fólk virðist ekki trúa á. Ég var oft að sjá fólk vera að trúlofa sig eftir að hafa verið saman í kannski bara eitt ár. Ég á tvær vinkonur, báðar undir 25 ára, sem eru nú þegar giftar og með börn. Núna erum ég og Kyle búin að vera saman í fjögur ár og við erum stöðugt spurð að því hvenær við ætlum eiginlega að trúlofa okkur og gifta okkur. Fólki finnst bara galið að það sé ekki enn þá kominn neinn hringur á puttann á mér!” @itsbriitneybitchhh Ekkert aesthetic við þetta vlog en njótið! 😝 #slay #fyrirþig ##CapCut ♬ original sound - The Britney Framtíðin er á Íslandi Hún mun útskrifast úr MBA náminu næsta vor. „Eftir útskrift get ég sótt um framlengingu á „student visa“ sem gefur mér vinnuleyfi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það er planið akkúrat núna. Draumurinn er að flytja héðan úr Suðurríkjunum og prófa að búa í stórborg. Draumaborgin er Chicago,” segir Júlía og tekur undir með því að það yrði eflaust talsvert mikill viðsnúningur að flytja úr hitanum og rakanum í Alabama yfir í kuldann og frostið í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. „En það væri þvílíkur munur að komast eitthvert þar sem maður þarf ekki að vera á bíl!“ Júlía segist þó sjá það fyrir sér að flytja aftur heim til Íslands einn daginn. „Ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að flytja til Íslands, fyrr eða síðar. Ég er ekki að sjá það fyrir mér að byggja líf, kaupa hús og ala upp börn hérna í Bandaríkjunum. Kyle hefur komið með mér í heimsókn til Íslands oftar en einu sinni og við erum bæði sammála um að Ísland sé margfalt betri kostur. En þangað til þá lifum við í núinu.“
Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Sjá meira