Sveitarfélagið Vogar er eitt af nokkrum sveitarfélögum á Suðurnesjum og mjög vel staðsett í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar svo eitthvað sé nefnt.
MIkil uppbygging hefur átta sér stað í Vogum á síðustu árum, ekki síst á svokölluðu Grænuborgarsvæði þar sem hefur verið byggt og byggt.
Guðrún P. Ólafsdóttir er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga
„Okkur fjölgaði um 20% á síðasta ári. Það er svakaleg fjölgun og við höfum fundið vel fyrir því,” segir Guðrún.
Í dag eru íbúar Sveitarfélagsins Voga um átján hundruð og það styttist því óðum í tvö þúsundasta íbúann. En af hverju er fólk að flytja svona mikið í Vogana?
„Hér er gott að búa og ég hugsa að það sé blanda af því að sækja í friðsælt og samhentið umhverfi annars vegar og svo nálægðin við höfuðborgarsvæðið og svo Reykjanesbæ. Og ég held að fólki líði bara mjög vel að búa hérna,” segir bæjarstjórinn.

Guðrún segir innviði sveitarfélagsins orðna ansa þanda en nú standi til að stækka grunnskólann og leikskólann til að bregðast við mikilli uppbyggingu.

En hvað er best við Sveitarfélagið Voga að mati bæjarstjórans?
„Það er gleðin og samheldnin í fólki.”