Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 26. janúar 2021 11:34
Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví við greiningu. Innlent 26. janúar 2021 10:56
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 26. janúar 2021 07:33
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. Innlent 25. janúar 2021 23:54
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. Erlent 25. janúar 2021 23:44
Erfitt að segja til um hvenær útgöngubanni verður aflétt Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir margt benda til þess að baráttan við faraldurinn þar í landi sé að skila árangri en hann telur erfitt að spá fyrir um hvenær útgöngubanni verði aflétt. Aðgerðirnar virðist vera að virka en nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að slaka á. Erlent 25. janúar 2021 22:28
Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. Erlent 25. janúar 2021 21:46
Íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins Evrópusambandið er sagt íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins eftir að AstraZeneca greindi frá töfum í framleiðslu á föstudag. Búist var við hundrað milljónum skammta til aðildarríkja á fyrsta ársfjórðungi, en útlit er fyrir að aðeins helmingur þess skili sér á þeim tíma. Erlent 25. janúar 2021 20:14
Hátt í fjórtán þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca væntanlegir til landsins í febrúar Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca í febrúar, ef væntingar ganga eftir um að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu á föstudaginn. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu við fyrirspurn Rúv. Innlent 25. janúar 2021 19:30
Miami Heat mætir með COVID-hunda til að þefa uppi smitaða áhorfendur NBA körfuboltaliðið Miami Heat ætlar að leyfa áhorfendum aftur að mæta á leiki liðsins í AmericanAirlines Arena en það hefur bæst við starfsliðið í höllinni þeirra. Körfubolti 25. janúar 2021 15:30
Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. Erlent 25. janúar 2021 14:54
Fólkið á Grund bólusett og takmarkanir minnkaðar í næstu viku Bólusetningu heimilismanna Grundarheimilanna lauk fyrir helgi. Frá og með 1. febrúar verður hægt að minnka þær takmarkanir sem verið hafa á heimsóknum aðstandenda til heimilismanna. Þó er ekki reiknað með eðlilegu ástandi fyrr en í fyrsta lagi í byrjun sumars. Innlent 25. janúar 2021 14:35
Full staðkennsla í MH frá og með mánaðamótum Full staðkennsla samkvæmt stundatöflu verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá og með mánudeginum 1. febrúar. Þetta kemur fram í tölvupósti Steins Jóhannssonar rektors til foreldra og nemenda í gær. Innlent 25. janúar 2021 12:44
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. Innlent 25. janúar 2021 12:29
Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Innlent 25. janúar 2021 11:28
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Innlent 25. janúar 2021 10:42
Svona var 156. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 25. janúar 2021 10:15
„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar. Innlent 25. janúar 2021 09:33
Forseti Mexíkó greindist með Covid-19 Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur tilkynnt að hann hafi greinst með Covid-19. Erlent 25. janúar 2021 07:50
Líklegt að þurfi að koma á allsherjar útgöngubanni í þriðja sinn Helsti sóttvarnafræðingur Frakka segir að líklega þurfi að skella í lás og setja allsherjar útgöngubann í öllu landinu í þriðja sinn síðan kórónuveiran lét fyrst á sér kræla, ef allt eigi ekki að fara úr böndunum að nýju. Erlent 25. janúar 2021 07:16
Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. Erlent 25. janúar 2021 07:04
Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að breytt nálgun heppnist ekki Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ánægjulegt hve fáir hafi greinst með covid-19 innanlands undanfarna daga. Hann bendir þó á að það sé áhyggjuefni hversu margir séu enn að greinast á landamærunum. Þeir sem þar greinist geti orðið alvarlega veikir sem geti skilað sér í auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Innlent 24. janúar 2021 22:00
Breska afbrigðið greindist í Færeyjum Fyrsta tilfelli breska afbrigðis kórónuveirunnar hefur nú verið staðfest í Færeyjum. Sá sem greindist með afbrigðið hafði ferðast til Færeyja frá Afríku og var í sóttkví eftir komuna til landsins. Erlent 24. janúar 2021 17:22
Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. Erlent 24. janúar 2021 17:16
Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Erlent 24. janúar 2021 15:43
Hafþór Júlíus með Covid-19 Hafþór Júlíus Björnsson, fjallið, er í eingangrun eftir að hann greindist með kórónuveirusmit á föstudaginn. Lífið 24. janúar 2021 15:11
Einungis tvö til þrjú afbrigði af fimm hundruð komist inn í landið Af þeim fimm hundruð afbrigðum veirunnar sem greinst hafa á landamærunum hafa einungis tvö til þrjú komist inn í landið. Sóttvarnalæknir ítrekar mikilvægi landamæraskimunar. Innlent 24. janúar 2021 13:53
Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum. Innlent 24. janúar 2021 12:19
Tveir greindust innanlands en átta á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum. Innlent 24. janúar 2021 11:00
Í sérstakri sóttkví eftir að breska afbrigðið greindist á leikskóla sonarins Anna Þorsteinsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Danmörku, er nú í tveggja vikna sóttkví eftir að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar greindist á leikskóla sonar hennar. Hún segir stöðuna erfiða. Erlent 24. janúar 2021 10:32