Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2021 12:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira