Miami Heat mætir með COVID-hunda til að þefa uppi smitaða áhorfendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Jimmy Butler og félagar í Miami Heat fá áhorfendur á heimaleiki sína í þessari viku en hundar munu passa upp á að smitaðir áhorfendur komist ekki inn í höllina. Getty/Samsett NBA körfuboltaliðið Miami Heat ætlar að leyfa áhorfendum aftur að mæta á leiki liðsins í AmericanAirlines Arena en það hefur bæst við starfsliðið í höllinni þeirra. Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum. NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Nýjustu starfsmennirnir í íþróttahöllinni hjá Miami Heat eru leitahundar sem eru þó ekki að þefa uppi eiturlyf eða sprengiefni. Miami Heat hefur unnið að því í marga mánuði að geta verið með vel þjálfaða hunda sem þefa uppi áhorfendur sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Það er vel þekkt að hundar þefi upp eiturlyf á flugvöllum en forráðamenn Miami Heat töldu að hundar gætu líka þefaði uppi COVID-19. Miami Heat to bring back fans with help from Covid-19 detection dogshttps://t.co/30V74BnbOX— Sportando (@Sportando) January 24, 2021 Hingað til hafa hundarnir verið að æfa sig í því að þefa af gestum sem hafa aðallega verið vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna og starfsfólk. Nú ætla menn þar á bæ að stíga skrefi lengra. Frá og með þessari viku þá mun smáhluti miðahafa þurfa að fara í sætin sín svo framarlega þeir fái grænt ljós hjá COVID-hundunum. „Ef þú pælir í því þá er ekkert nýtt að vera með slíka hunda. Þú sérð þá á flugvöllum og þeir hafa verið notaðir til að hjálpar bæði lögreglu og hernum. Við höfum notað þá í mörg ár til að þefa uppi sprengjur,“ sagði Matthew Jafarian, varaforseti starfsstefnu félagsins. Heat plan to use COVID-19-sniffing dogs to screen fans who go to their home games, per @ByTimReynolds pic.twitter.com/JEq6zkFio2— Bleacher Report (@BleacherReport) January 24, 2021 Fyrsti leikurinn sem Miami Heat fer aftur að selja miða er leikurinn á móti Los Angeels Clippers á fimmtudaginn. Miðasalan hefst í dag. Það hefur verið uppselt á 451 heimaleik Miami Heat í röð. Það verða þó bara tvö þúsund miðar í boði til að byrja með sem nær ekki tíu prósent sæta í boði í höllinni. COVID-hundar þekkjast á flugvöllum í Dúbaí og Helsinki. Í tilfelli Miami Heat þá munu þeir ganga framhjá áhorfendum á ákveðnu svæði. Ef þeir halda áfram göngu sinni þá er allt í lagi en ef þeir setjast niður þá er viðkomandi meinaður aðgangur að leiknum.
NBA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn