

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
Þetta var ekki gott föstudagskvöld fyrir stuðningsmenn Los Angeles Lakers og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en staðan er þó verri hjá liðsmönnum Lakers. Minnesota Timberwolves, Orlando Magic og Milwaukee Bucks fögnuðu öll sigri í nótt.
Fyrsta LA Lakers-treyjan sem Kobe Bryant klæddist í NBA-deildinni í körfubolta var seld á uppboði í gær og varð þar með fjórða dýrasta íþróttatreyja sögunnar.
Það virðist í tísku fyrir menn tengda NBA-deildinni í körfubolta að fjárfesta í enskum knattspyrnuliðum. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, er nýjasti til að stökkva á þessa tískubylgju.
Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, er án efa óvinsælasti maðurinn í borginni eftir að hann skipti stórstjörnunni Luka Doncic til Los Angeles Lakers fyrir Anthony Davis.
Detriot Pistons jafnaði einvígi sitt á móti New York Knicks í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en félagið var búið að bíða eftir þessum sigri í sautján ár.
Golden State Warriors tók forystuna í einvíginu gegn Houston Rockets í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með tíu stiga sigri, 85-95, í leik liðanna í nótt.
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hófst í gær en hún byrjaði ekki vel fyrir Luka Doncic, LeBron James og félaga í LA Lakers sem voru eina liðið sem tapaði á heimavelli.
Stuðningsmenn Dallas Mavericks virðast hreinlega fegnir að leiktíð liðsins hafi lokið í NBA-deildinni í nótt og sumir ætla núna að styðja við Luka Doncic með LA Lakers í úrslitakeppninni.
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er handan við hornið og þó Los Angeles Lakers séu ekki talið það líklegt til að fara alla leið þá virðist fjöldi fólks hafa sett pening á að Luka Doncić, LeBron James og Austin Reaves geti komið körfuboltaspekúlöntum á óvart.
Donovan Mitchell og Cleveland Cavaliers hafa átt frábært tímabil til þessa í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mitchell hefur amt sem áður skorað aldrei skorað færri stig á einu tímabili síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Hvernig má það vera?
Dallas Mavericks og Miami Heat tryggðu sér í nótt bæði sæti í úrslitaleik um síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Sacramento Kings og Chicago Bulls eru aftur á móti komin í sumarfrí.
Golden State Warriors og Orlando Magic verða með í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en liðin tryggði sig inn með sigri í umspilinu í nótt.
Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA.
NBA körfuboltafélagið Phoenix Suns ákvað í gær að reka þjálfara sinn Mike Budenholzer eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með stórstjörnulið.
Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld.
Mikal Bridges spilaði alla 82 leiki í boði í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þessi járnmaður deildarinnar heldur því áfram að missa ekki úr leik.
Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta.
Nikola Jokic var með þrefalda tvennu í fyrsta leik Denver Nuggets eftir að Michael Malone var óvænt rekinn sem þjálfari liðsins. Jokic sagði að síðustu klukkutímar hafi verið erfiðir.
Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James skrifar ekki aðeins nýja kafla í söguna í raunheimi því hann gerir það einnig í heimi Barbie dúkknanna.
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er handan við hornið en það stöðvaði ekki forráðamenn Denver Nuggets í að reka Michael Malone, þjálfara liðsins.
Strákarnir í Lögmáli leiksins veltu vöngum yfir því hvaða leikmaður sé líklegastur til að verða valinn MVP í NBA-deildinni í vetur.
Luka Doncic skoraði þrjátíu stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Oklahoma City Thunder, 99-126, í NBA-deildinni í körfubolta í gær.
Kaupsýslumaður frá Georgíu er á leiðinni á bak við luktar dyr í langan tíma eftir að hann var dæmdur sekur um að svindla NBA leikmönnunum Dwight Howard og Chandler Parsons, sem báðir voru stórar stjörnur í deildinni á sínum tíma.