Körfubolti

Ó­trú­leg töl­fræði Jokic

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jokic er ferlega góður í körfubolta, líkt og tölurnar sýna.
Jokic er ferlega góður í körfubolta, líkt og tölurnar sýna. AAron Ontiveroz/The Denver Post

Serbinn Nikola Jokic hefur verið hreint stórkostlegur með liði Denver Nuggets í NBA-deildinni í vetur.

Jokic verður seint kennt um naumt tap Nuggets fyrir Orlando Magic í nótt en hann skoraði í leiknum 34 stig, tók 21 frákast og gaf ellefu stoðsendingar.

Hann er fimmti stigahæstur í deildinni með 29,9 stig að meðaltali í leik en þeir Luka Doncic, Shai-Gilgeous Alexander, Tyrese Maxey og Donovan Mitchell eru þeir einu sem skora meira að meðaltali.

Jokic er þá bæði frákastahæstur og stoðsendingahæstur í deildinni. Hann tekur að meðaltali 12,4 fráköst í leik og gefur 11,1 stoðsendingu. Hann er því með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjum í vetur.

Serbinn er á meðal þeirra sem eru taldir líklegastir til að fá Michael Jordan-verðlaunin sem besti leikmaður tímabilsins en hann hefur hlotið nafnbótina þrisvar.

Aðeins Kareem Abdul-Jabbar (6), Bill Russell (5), Michael Jordan (5) Wilt Chamberlain (4) og LeBron James (4) hafa verið valdir bestir í deildinni oftar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×